Fara í efni
Minningargreinar

Ingvi Rafn Jóhannsson

Að þekkja afa var að elska hann. Eitt af því sem ég hef alltaf dáðst að í fari hans var hversu góður hann var að tengj­ast fólki og hversu hlýr hann var við ókunn­uga jafnt sem ást­vini sína. Afi var óhrædd­ur við að sýna til­finn­ing­ar, sem al­mennt er sjald­gæft hjá mönn­um af hans kyn­slóð. En við töluðum oft um að það sýndi ein­mitt styrk – að þora að ber­skjalda sig og jafn­vel fella tár. Það er eitt af því fal­leg­asta sem afi kenndi mér, en langt frá því það eina. Tónlist var órjúf­an­leg­ur hluti af afa, og ást hans á henni feng­um við í vöggu­gjöf. Afi kenndi mér að meta klass­íska tónlist enda fór­um við margoft á slíka tón­leika með hon­um. Afi hvatti mig áfram í tón­list­ar­námi – já og bara öllu öðru sem man tók sér fyr­ir hend­ur. Hvort sem það voru tón­leik­ar, dans- eða leik­sýn­ing­ar, þá var afi mætt­ur á fremsta bekk. Afa leið best með allt fólkið sitt í kring­um sig. Það er eitt að eiga stóra fjöl­skyldu en annað að eiga svo náin og fal­leg tengsl við ætt­ingja sína. Afi lagði mikið upp úr því og ég er hon­um þakk­lát fyr­ir það. Afi var al­vöru par­típ­inni og alltaf til í bullið – hví ekki að spila „beer pong“ með barna­börn­un­um á gaml­árs­kvöld? Afi kenndi mér nefni­lega að það var aldrei of seint að læra eitt­hvað nýtt. Þetta viðmót hans í líf­inu gerði það til dæm­is að verk­um að við átt­um reglu­legt víd­eó­spjall yfir messenger – tækni sem níræðir ein­stak­ling­ar myndu oft­ar en ekki veigra sér við. Þetta spjall var mér ein­stak­lega verðmætt þegar fjar­lægðin gerði það að verk­um að ég gat ekki bara hlaupið upp stíg­inn í heim­sókn í Mýr­ar­veg­inn.

Elsku afi. Að geta ekki verið heima og fylgt þér til graf­ar í dag er mér óbæri­lega erfitt. En ef ein­hver myndi full­vissa mig um að ég yrði með í anda vær­ir það þú. Ég vildi óska þess að barnið sem ég er geng­in 39 vik­ur með og þinn 48. af­kom­andi hefði fengið að kynn­ast þér. En rétt eins og sú dýr­mæt­asta gjöf sem þú hef­ur gefið mér – að hafa haldið minn­ingu Sol­lýj­ar ömmu svo fal­lega á lífi – mun ég gefa þá gjöf áfram. Ég mun segja barn­inu mínu frá lífi þínu, ég mun spila fyr­ir það tón­list­ina þína, og ég mun kenna því allt það fal­lega sem þú hef­ur kennt mér. Eitt er það sem aldrei gleym­ist, aldrei það er minn­ing þín.

Takk fyr­ir allt, afi.

Hild­ur María Hólm­ars­dótt­ir Berg­mann

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01