Fara í efni
Minningargreinar

Helga Haraldsdóttir

Í dag kveðjum við Helgu Haraldsdóttur, kæra vinkonu okkar og félaga í ljósmyndahópnum ÁLFkonum. Við söknum hennar, gleðinnar sem einkenndi hana og umhyggjunnar sem hún sýndi okkur.

Það er svo margt sem vekur upp minningar um Helgu. Fegurð á himni, lítil kók í gleri, hláturmildi, einstök birta eða mótív, og svo ótal margar ljósmyndir, bæði eftir hana og af henni, á góðum stundum með hópnum. Hún hafði einstaka næmni fyrir myndefni og sá fegurð í öllu og öllum.

Lífsgleði Helgu var smitandi og hún lýsti upp umhverfi sitt þegar hún mætti á svæðið. Hún hafði gaman af að segja frá, sérstaklega frá liðnum tíma og gerði það þannig að okkur leið eins og við hefðum sjálfar tekið þátt í atburðunum. Að sama skapi fræddi hún okkur líka um skemmtilegustu hluti enda hafði hún upplifað margt um dagana.

Myndavélin var alltaf ferðafélagi Helgu og eftir hana liggur hafsjór af dásamlegum myndum. Helga tók þátt í öllum sýningum ÁLFkvenna og undir það síðasta naut hún við það aðstoðar Agnesar dóttur sinnar, sem einnig er félagi í hópnum.

Helga sýndi öllu okkar stússi áhuga. Alveg sama sama hvort það var kökuuppskrift, hugrækt, mótorhjól , hannyrðir eða ljósmyndun, alltaf hlustaði hún. Eða eins og ein úr hópnum orðaði svo vel: „Hún lét mér líða eins og ég væri merkilegt fyrirbæri sem hún yrði að kynnast og mér fannst hún yndisleg fyrir það.“

Helga var aldursforsetinn í hópnum okkar en hún var svo sannarlega ung í anda og varðveitti barnið í sér. Það var engin lognmolla í kringum hana og hún hafði alltaf skemmtilegt blik í auga, jafnvel svolítið prakkaralegt stundum.

Við kveðjum Helgu með þakklæti og söknuði og vottum Agnesi okkar, öðrum fjölskyldumeðlimum og vinum, okkar dýpstu samúð.

Berglind, Díana, Elfa, Freydís, Guðný, Guðrún, Gunnlaug, Hafdís, Halla, Helga G., Helga H., Hrefna, Inga, Kristjana, Linda og Lilja.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00