Fara í efni
Minningargreinar

Gylfi Guðmarsson

Hinsta kveðja

Liðinn er dagur og hver til sinna heima, hverfur burt eftir lokið starf.

Gylfi Guðmarsson lauk sínu æfistarfi að morgni mánudagsins 5. febrúar sl. Gylfi sem alla tíð hafði verið hraustur lést eftir erfiða en skamma legu. Við vinir og skipsfélagar Gylfa finnum fyrir hinu stóra skarði sem höggvið hefur verið í áhöfnina og munum sakna vinar í stað. Það var í kringum 2009 sem Gylfi gekk til liðs við Hollvini Húna II og sat hann í stjórn Hollvinafélagsins í mörg ár, og var iðulega í áhöfn bátsins. Gylfi var mjög laghentur og nýttist það vel við þau mörgu handtök sem hann beitti við lagfæringar og viðhald á þeim gamla og fallaga eikarbát Húna II. Hann hafði td. náð góðum tökum á því að kalfakta sem er vandasamt verk og kunnátta sem fáir eru færir til í dag. Þá hafði Gylfi einnig fengist við útgerð og átti bát með vini sínum. Hann kunni því vel til verka sem kom sér vel er verið var að gera að afla í ferðum Húna II með nemendum sjötta bekkjar á Eyjafirði. Við munum sakna kærs vinar og vitum að missir fjölskyldu hans er mikill. Við í áhöfn Húna II kveðjum þennan góða vin og samstarfsaðila og vottum eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðar.

F.h. Hollvina Húna II.

Stefán B Sigurðsson

Þorsteinn Pétursson

Brynjar Elís Ákason

Kristján Sturluson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 13:40

Brynjar Elís Ákason

Helga Þórsdóttir skrifar
31. janúar 2025 | kl. 10:40

Brynjar Elís Ákason – lífshlaupið

31. janúar 2025 | kl. 10:30

Sigurður Bergþórsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
24. janúar 2025 | kl. 13:00

Friðbjörn Axel Pétursson

24. janúar 2025 | kl. 06:00

Jan Larsen

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
16. janúar 2025 | kl. 18:00