Ekki til á bókasöfnum og fæst líklega hvergi

AF BÓKUM – 23
Í dag skrifar Þorsteinn Gunnar Jónsson_ _ _
(You'll never find peace of mind until you listen to your heart)
Textunum er raðað upp eftir stafrófsröð lagaheita og þrátt fyrir að ég geti sungið textana án þess að glugga í eitthvað, þá finnst mér svo gott að hafa bókina alltaf hjá mér. Þessi bókameðmæli eru skrifuð úti í Póllandi og bókin er auðvitað með mér þar.
Þetta er því ekki bók með rafmagnaðri spennu þar sem allt kemur í ljós í lokin, heldur einfaldlega bók með lagatextum, fullum af ást, sorg og hlýju. Og smá skemmtun auðvitað!
George Michael var margverðlaunaður og -tilnefndur fyrir tónlistina sína. Textarnir hans vöktu líka athygli því þrátt fyrir ungan aldur (bara um tvítugt) gat hann samið smellna texta í lögum eins og „Everything she wants“ með Wham! sem margir höfðu talið að væri saminn af mun eldri og lífsreyndari einstaklingi.
Og hér eru þessir textar hans samankomnir í eina litla bók upp á 144 blaðsíður. Algjör demantur þessi bók. Tónlist George Michael hefur í gegnum tíðina hjálpað mér mikið og flest, ef ekki öll, árin er hann mest spilaði listamaðurinn hjá mér. En að hafa textana á fallegu prenti fyrir framan sig og lesa þá ... það er svo yndisleg tilfinning.
Fyrirsögnin er úr einu af mínum allra mestu uppáhaldslögum með George: „Kissing a fool.“ Sjálfur segir hann lagið vera um samband sem hann var í og sá aðili hafi ekki geta höndlað þá pressu að vera með George Michael. Það sem ég sé í textanum er einstaklingur sem sér svolítið eftir því að hafa eytt tíma og ást í einhvern ... án þess að hafa fengið það til baka.
En svo það sé skjalfest, þá er uppáhaldslagið mitt og besta lag allra tíma „A different corner.“ Textinn er í bókinni Words.