Fara í efni
Íþróttir

Fyrsta Akureyrarliðið sem komst í efstu deild

Ljósmynd: Páll A. Pálsson

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – XV

Fimmtánda gamla íþróttamyndin birtist á Akureyri.net í dag lesendum til skemmtunar. Þetta er Þórsliðið í handbolta sem sigraði í 2. deild Íslandsmótsins vorið 1973 og komst þar með upp í efstu deild. Það var í fyrsta skipti sem lið frá Akureyri náði því markmiði.

Aftari röð frá vinstri: Rögnvaldur Jónsson, Ólafur Sverrisson, Ragnar Sverrisson, Þorbjörn Jensson, Sigtryggur Guðlaugs, Benedikt Guðmundsson, Samúel Jóhannsson og Hreiðar Jónsson þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Árni Gunnarsson, Páll Sigurgeirsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Gunnar Malmquist Gunnarsson, Tryggvi Gunnarsson og Kjartan Helgason.

Myndina tók Páll A. Pálsson sem í áratugi hefur rekið Ljósmyndastofu Páls á Akureyri.