Fréttir
Kanadískur markvörður til liðs við SA Víkinga
06.09.2024 kl. 21:17
Tyler Szturm, nýr markvörður SA Víkinga í íshokkíinu í vetur.
Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar hefur samið við kanadíska markvörðinn Tyler Szturm um að leika með SA Víkingum á komandi tímabili.
Tyler er 26 ára gamall og kemur frá Thunder Bay í Ontario-fylki í Kanada. Hann spilaði síðast með Aquinas College í bandarísku ACHA-háskóladeildinni. Ásamt honum verður Róbert Steingrímsson í markvarðateymi SA Víkinga í vetur. Íshokkídeildin tilkynnti um komu Tylers á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Íslandsmót karla í íshokkí, Hertz-deildin, hófst í kvöld með leik sunnanliðanna, en fyrsti leikur SA er útileikur laugardaginn 14. september.