Fara í efni
Umræðan

Verkstjórar eigin hugmynda

GERVIGREIND - 9

Nýleg tækni hefur umbylt því hvernig við vinnum og hugsum. Þessi nýjung sem nú þegar er aðgengileg flestum Íslendingum hefur breytt grundvallarþáttum í öllu frá daglegum störfum til flókinnar ákvarðanatöku. En hvað þýðir þessi breyting fyrir framtíð okkar?

Tæknin tekur við

Með þessari nýju tækni geta einstaklingar falið henni stóran hluta verkefna sem áður tók jafnvel margar klukkustundir eða daga að leysa. Þetta hefur sannarlega víðtæk áhrif á alla geira samfélagsins, allt frá skrifstofum til verkstæða.

Bylting í vinnubrögðum

Í stað þess að valda víðtæku atvinnuleysi og uppgjöf gagnvart tækniþróun þá höfum við fundið ný og flóknari verkefni að glíma við. Þar sem þessi tækni sér um grunnvinnu og við getum nú tekist á við stærri áskoranir og leyst vandamál sem áður var ómögulegt að leysa eða aðeins kenningar. Við færumst að því að verða verkstjórar eigin hugmynda.

Ný skilgreining á sérfræðiþekkingu

Þessi tækni hefur breytt því hvernig við skilgreinum sérfræðiþekkingu. Nú snýst hæfni okkar meira um að kunna að nýta tæknina. Hvernig undirbúum við það sem við setjum inn og hversu góð erum við að útskýra niðurstöður okkar. Vissulega þurfum við að ná tökum á grundvallaratriðum sem að mínu mati næst best með handavinnu án tækninnar. Með því öðlast maður nauðsynlega þekkingu og færni til að geta beitt tækninni og verða ekki þræll hennar, því það skiptir jú máli að setja inn rétt fyrirmæli til að útkoman verði nýtileg.

Siðferðilegar spurningar vakna

Auðvitað vakna siðferðilegar spurningar. Hversu mikið ættum við að reiða okkur á þessa tækni? Hvar drögum við mörkin? Þessar spurningar krefjast stöðugrar umræðu og endurskoðunar eftir því sem tæknin þróast.

Játning í lokin

Sannleikurinn er sá að ég hef ekki verið að skrifa um gervigreind eða nýjustu tölvutækni. Nei, ég hef verið að lýsa tækni sem flestir okkar taka sem sjálfsögðum hlut, reiknivélinni eða vasareikninum.

Þegar reiknivélar komu fyrst fram á sjónarsviðið vöktu þær upp margar af sömu spurningum og áhyggjum og gervigreind gerir í dag. Stærðfræði varð ekki úrelt, nemendur og sérfræðingar þurfa að vita hvaða tölur á að setja inn í hana til að fá rétt svör og geta útskýrt aðferðina. Þetta er ekki alls ólíkt því að nota spunagreind til að skrifa texta.

Ég hef aldrei heyrt nokkurn hrósa reiknivél fyrir gott gengi í prófi, en án hennar hefði nemandinn líklegast ekki átt möguleika á að leysa eitt einasta dæmi á því.

Af myndlíkingum og samanburði

Þessi myndlíking eða samanburður er ekki fullkominn og þarf heldur ekki að vera það! Með honum vil ég hvetja okkur öll til að íhuga hvernig við tökumst á við nýja tækni.

Kannski eru sumar af áhyggjum okkar varðandi gervigreind réttmætar en aðrar gætu verið ýktar, rétt eins og sumar áhyggjur fortíðarinnar varðandi vasareikni reyndust óþarfar.

Þó að sumir telji að gervigreind muni leysa mannlega höfunda af hólmi. Þá er ég sannfærður um að spekúlantar og eins og Aðalsteinn Öfgar eigi alls ekki að pakka niður. Þvert á móti tel ég mikilvægi þeirra sem þora að taka þátt í samfélagsumræðunni meira en nokkru sinni fyrr.

Það er einmitt í gegnum gagnrýna og skapandi hugsun sem við munum skilja betur áhrif þessarar nýju tækni og finnum þannig leiðir til að nýta hana á uppbyggilegan hátt.

Tækniþróun mun halda áfram að ögra okkur og breyta samfélagi okkar. En með gagnrýnni hugsun, opnum huga og skynsamlegri nálgun getum við nýtt okkur kosti nýrrar tækni til að leysa enn stærri áskoranir og skapa betri framtíð fyrir okkur öll.

Magnús Smári Smárason er leiðsögumaður um gervigreind

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15