Fara í efni
Umræðan

Varað við töluverðri svifryksmengun í dag

Naglar, malbik, sandur og fleira, ásamt stilltu veðri eiga sinn þátt í að varað er við svifryksmengun á Akureyri í dag. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Þurrt og stillt veður kemur örugglega einhverjum í vorgírinn í dag, en þessi veðurskilyrði hafa einnig sinn galla. Í dag eru kjöraðstæður fyrir svifryksmengun, eins og glögglega má sjá á tölum af vefnum loftgaedi.is úr mengunarmæli sem Akureyrarbær og Umhverfisstofnun reka og er staðsettur við Strandgötuna.

Varað er við því að líklegt sé að svifryksmengun eigi eftir að aukast þegar líður á daginn og fari yfir heilsuverndarmörk. Unnið er að rykbindingu að því er kemur fram á vef Akureyrarbæjar, en þó rétt að vara fólk við, sérstaklega þá einstaklega sem eru viðkvæmir fyrir, svo sem astmasjúklinga eða fólk með aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma. Þessir hópar fólks geta fundið fyrir einkennum vegna loftmengunarinnar. Þegar loftmengun er mikil ætti fólk með alvarlega hjarta- og/eða lungnasjúkdóma að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða stunda líkamsrækt utandyra við slíkar aðstæður. 

 


Hér má sjá hvernig svifryksmengunin fór að aukast um og upp úr kl. 7 í morgun og hefur farið upp á við síðan. Myndin er skjáskot af loftgaedi.is og sýnir tölur frá kl. 23 í gærkvöld til kl. 10 í morgun. Smellið á myndina til að skoða nýjar tölur yfir loftgæði á Akureyri. 

Á vefnum loftgaedi.is má fylgjast með mælingum á styrk svifryks og annarra mengunarefna. Á vef Umhverfisstofnunar má einnig finna útskýringu á litakerfi yfir flokkun á gæðum andrúmslofts. 

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00

Það er vá fyrir dyrum – Börnin okkar

Svava Þ. Hjaltalín skrifar
06. apríl 2025 | kl. 20:30

Hin raunverulega byggðastefna

Jón Þór Kristjánsson skrifar
05. apríl 2025 | kl. 06:00

Raunfærnimat er öflugt tæki

Helena Sif Guðmundsdóttir skrifar
04. apríl 2025 | kl. 10:00