Fara í efni
Umræðan

Uppbygging við Norðurgötu – MYNDIR

Skipulagsráð Akureyrar ákvað í gær að ganga til samninga við Trésmiðju Ásgríms Magnússonar á Akureyri um uppbyggingu á lóðum syðst við Norðurgötu. Auglýst var eftir þróunaraðila til uppbyggingar á lóðinni Norðurgötu 5 - 7 en hugmyndir verktakans ná reyndar einnig yfir lóðina númer 3. Húsið brann fyrir nokkrum misserum og Trésmiðja Ásgríms hefur keypt lóðina.

Þrjár tillögu bárust frá verktakanum og hér að neðan má sjá myndir af þeim öllum úr gögnum frá honum sem fjallað var um í skipulagsráði; í fyrsta lagi vesturhlið húsanna, í öðru lagi austurhlið og í þriðja lagi myndir þar sem horft er frá Strandgötu í norður.

VESTURHLIÐ – hugmyndirnar þrjár

AUSTURHLIÐ – hugmyndirnar þrjár

HORFT FRÁ STRANDGÖTU – hugmyndirnar þrjár

Verktaki lýsir hugmyndum sínum með þessum hætti:

Allar taka hugmyndirnar tillit til (eins og hægt er) að „halda skuli yfirbragði svæðisins og vera í samræmi við aðliggjandi húsaraðir“

Allar hugmyndirnar byggjast á því að viðhalda og bæta í þéttleika byggðarinnar og að hæð nýrra bygginga verði sambærileg núverandi byggð þó hugmynd 1 gangi lengst í hæð.

Reiknað er með að umsóknarferlið taki allt að 6 mánuði og byrjað verði á framkvæmdum strax að því loknu og hús ásamt lóð verði fullbúið 18 mánuðum seinna.

Hugmynd 1

  • Hús með kjallara/bílakjallara og eru íbúðarhæðirnar 2 ásamt íbúðarhæfu risi.
  • Bílakjallari getur hýst 16 bifreiðar og geta verið allt að 16 íbúðir í húsinu.
  • Lyfta kemur í húsið er gengur frá kjallara/bílakjallara og upp að íbúðum í risi.
  • Staðsetning húss er 0,6m innan við gangstétt og er 1. hæð þess um 1,65m ofan gangstéttar en reiknað er með að innganga frá gangstétt sé að lyftu/stiga þannig að ferilmálum samkv. algildri hönnun er fullnægt.
  • Innganga inn í íbúðirnar eru að vestan um inngangssvalir ásamt sérsvölum fyrir íbúðir.
  • Reisulegir kvistar eru á húsinu sem minna á eldri byggingar á þessu svæði.
  • Húsið er að mestu steinsteypt og klæðningar utanhúss eru Cembrit klæðningar sem eru með viðarformi í ljósum lit en þak er stálklætt í dökkum lit.
  • Lóð hússins er að mestu staðsett ofan á þaki bílakjallara sem er graslagt.
  • Mesta hæð ofan gangstéttar (í ris) er 12,79m en hæð í langvegg er 7,82m.
  • Íbúðir eru um 1500m2 en kjallari/bílakjallari er um 950m2.

Hugmynd 2

  • Hús með kjallara/bílakjallara og eru íbúðarhæðirnar 2 ásamt íbúðarhæfu risi er tengjast íbúðum á 2. hæð.
  • Bílakjallari getur hýst 12 bifreiðar og geta verið allt að 12 íbúðir í húsinu.
  • Lyfta kemur í húsið er gengur frá kjallara/bílakjallara og upp að íbúðum á 2. hæð.
  • Staðsetning húss er 0,6m innan við gangstétt og er 1. hæð þess um 1,25 ofan gangstéttar en reiknað er með að innganga frá gangstétt sé að lyftu/stiga þannig að ferilmálum samkv. algildri hönnun er fullnægt.
  • Innganga inn í íbúðirnar eru að vestan um inngangssvalir ásamt sérsvölum fyrir íbúðir.
  • Þakhalli er 25 gráður en engir kvistar eru á húsinu.
  • Húsið er að mestu steinsteypt og klæðningar utanhúss eru Cembrit klæðningar sem eru með viðarformi í ljósum lit en þak er stálklætt í dökkum lit.
  • Lóð hússins er að mestu staðsett ofan á þaki bílakjallara sem er graslagt.
  • Mesta hæð ofan gangstéttar er 10,45m (í ris) en hæð í langvegg er 6,18m.
  • Íbúðir eru um 1000m2 en kjallari/bílakjallari er um 950m2.

Hugmynd 3

  • 2 hús á tveimur hæðum og stendur annað þeirra á lóð Norðurgötu 5 – 7 en hitt á lóð nr. 3 við Norðurgötu.
  • Bílastæði eru á lóð húsanna og eru þau alls 8 en í húsunum geta verið allt að 8 íbúðir.
  • Húsin eru staðsett ca. 0,15m ofan gangstéttar.
  • Ferilmál eru samkv. algildri hönnun.
  • Innganga inn í íbúðirnar á 1. hæð er beint frá lóð en stigar koma á stafna fyrir inngöngu 2. hæðar.
  • Þakhalli er 25 gráður en engir kvistar eru á húsinu.
  • Húsið er að mestu steinsteypt og klæðningar utanhúss eru Cembrit klæðningar sem eru með viðarformi í ljósum lit en þak er stálklætt í dökkum lit.
  • Mesta hæð ofan gangstéttar er 8,58m (í ris) en hæð í langvegg er 6,18m.
  • Íbúðir eru um 800m2.
  • Almennt:
  • Hönnuðir leggja fram hugmyndir sínar út frá því að þarna eigi að byggja sem flestar íbúðir því það er öllum ljóst að Oddeyrin þarf á íbúðarfjölgun að halda og þarf ekki að tíunda það frekar.
  • Við teljum að hugmyndir okkar séu í takt við rammaskipulag Oddeyrar og húsakönnun sem gerð var fyrir Oddeyrina.
  • Á Oddeyri hafa verið byggð mörg hús sem standa hátt og benda má á húsið (Snorrahús) sem stóð á lóðinni sem heitir nú Strandgata 31 (á horni Strandgötu og Norðurgötu) en það hús var með kjallara er stóð um 2,0m ofan gangstéttar en þar komu síðan 2 íbúðarhæðir ásamt íbúðum í risi.
  • Víða eru hús sem eru 2 til 3 hæðir og allt upp í 4 hæðir sbr. Strandgötu 37.
  • Fjölbreytnin í húsagerðum er óvíða eins mikil og á Oddeyrinni og því flókið að hanna hús sem eiga falla inn í íbúðabyggðina.
  • Vð teljum mun áhugaverðara að hanna nútíma byggingu sem hefur einnig blöndu af eldra umhverfi húsanna í kring.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00