Fara í efni
Umræðan

Undarleg niðurstaða bæjarstjórnarfundar

Á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku lá fyrir tillaga um að halda áfram með umdeilda tillögu að deiliskipulagsbreytingu við Spítalaveg vegna hugmynda um byggingu háhýsa við Tónatröð þar sem verktaka hér í bæ var afhentur skilyrðislaus aðgangur að Spítalabrekkunni. Þar liggur fyrir deiliskipulag frá 2009 þar sem er gert ráð fyrir nokkrum einbýlishúsum. Verktakar sem sóttu um að fá að breyta tillögunni 2016 og annar 2018, þrisvar synjað. Því var hafnað með vísan í að þarna ætti að leyfa einbýli og vísan í umhverfi. Líklega ekki átt jafn greiðan aðgang að bæjarfulltrúum meirihluta á þeim tíma.

Slóð á https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/malsnumer/2021110358

Saga Tónatraðarmálsins er hér undir þessari slóð. Niðurstaða þessa undarlega fundar var:

Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:
Það er miður að meirihluti bæjarfulltrúa fari gegn samþykkt í núgildandi aðalskipulagi og hunsi algjörlega varðveislugildi og vernd eldri byggðar sem leiðir af sér óafturkræfa breytingu á bæjarmyndinni.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er miður að meirihluti bæjarstjórnar sé andsnúinn því að fram fari ráðgefandi íbúakosning um jafn umdeilt skipulagsmál og um ræðir við Tónatröð. Í ljósi þess að Minjastofnun féllst ekki á flutning húss í miðju þess reits sem um ræðir, er hugmynd um uppbyggingu fjölbýlishúsa ekki lengur fýsilegur kostur og ætti frekar að horfa til lágreistari byggðar á svæðinu, sem myndi falla betur að nærliggjandi byggð. Þá er ástæða til að árétta að það lóðavilyrðri sem síðasta bæjarstjórn veitti og liggur til grundvallar málinu nú var ekki í anda góðrar stjórnsýslu og jafnræðis.

Að lokum óskaði meirihlutinn bókað:
Nú verður málið kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum með formlegum hætti í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Við teljum þá leið farsælli til íbúasamráðs en íbúakosning á þessum tímapunkti.

Bæjarfulltrúar Framsóknar skildu eftir óskiljanlega bókun með fyrirvörum sem geta ekki talist samþykkt við tillöguna, formaður skipulagsráðs sat hjá og treysti sér ekki til að samþykkja tillögu meirihlutans. Annar maður L-lista notaði tækifærið til að tala niður Minjastofnun sem vinnur samkvæmt lögum. Varabæjafulltrúi M lista talar um kofaruslið á Eyrinni á athugsemd við grein um gamalt hús á Oddeyri.

Eftir að hafa fylgst með umræðunni um Tónatröð og fleiri þá sannarlega hefur maður miklar áhyggjur vegna ummæla sumra bæjarfulltrúa þegar kemur að mikilvægi menningarminja og ásýnd Akureyrar. Sumir muna enn umræðuna um Oddeyrina og ekki síður um Bernhörfstorfuna fyrir löngu. Þá var niðurrifssjónarmiðið í hávegum haft en tókst að bjarga málum þar með mikilli vinnu. Nú er hætta á ferðum þegar meirihlutI bæjarstjórnar er NIÐURRIFSMEIRIHLUTI.

Hvað varðar niðurstöðu bæjarstjórnarfundar í síðustu viku þá var tillagan samþykkt með 5 atkvæðum gegn skilyrtri bókun Framsóknar, hjásetu formanns skipulagsráðs sem jafnframt er formaður bæjarráðs auk þriggja oddvita minnihlutaflokkana.

Það veldur mörgum áhyggjum sundurlyndi bæjarstjórnar og viðhorf margra þar til Akureyrar, umhverfis og menningaminja.

Það er nauðsynlegt að bæjarbúar haldi vöku sinni. Þótt núverandi meirihluti tali fallega um ibúalýðræði er greinilega ekki í áformum þeirra að hleypa bæjarbúum að öðrum tillögum en pantaðri tillögu þáverandi formanns skipulagsráðs sem hringdi í vin sinn SS og bauð honum svæðið án skilyrða. Varla gott veganesti fyrir áform um aukið íbúasamráð. Að boða samráð um tillögu verktakans er fúsk sem skipulagsráði er ekki sæmandi.

Auðvitað á að byrja á byrjuninni en ekki á fyrirliggjandi tillögu SS.

Jón Ingi Cæsarsson er fv. fomaður skipulagsnefndar Akureyrar

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00