Tveir KA-sigrar í blaki – jafnt í fótboltanum

KA átti þrjú lið á faraldsfæti syðra í dag. Karlalið félagsins í knattspyrnu mætti Fylki í Árbænum og bæði blakliðin öttu kappi við sunnanlið einnig, annað á Álftanesi og hitt í Hveragerði. Jafntefli varð í knattspyrnuleiknum, en bæði blakliðin unnu 3-0 sigra. Karlaliðið er á toppnum og kvennaliðið í 2. sæti Unbroken-deildarinnar.
Fyrri blakleikurdagsins hófst snemma og var það kvennalið KA sem sótti Álftnesinga heim. KA hafði betur, vann nokkuð öruggan sigur í þremur hrinum.
- Álftanes - KA 0-3 (18-25, 17-25, 22-25)
Leikskýrslan
Staðan í deildinni
KA skaust á toppinn með sigrinum og mikilvægt að ná í þrjú stig, en toppsætið fór svo aftur til Húsavíkur sídegis eftir að Völsungur vann HK fyrir norðan, 3-2. Völsungur er með 42 stig og KA 41. KA á tvo leiki eftir, en Völsungur einn. Fram undan er því hörkubarátta um toppsætið.
Leikirnir sem toppliðin eiga eftir:
- KA: HK (h), Þróttur R. (ú).
- Völsungur: HK (h), Afturelding (ú).
Karlaliðið á toppinn
Karlalið KA sótti Íslandsmeistara Hamars heim í Hveragerði og vann nokkuð öruggan sigur einnig, í þremur hrinum.
- Hamar - KA 0-3 (15-25, 20-25, 17-25).
Leikskýrslan
Staðan í deildinni
Með sigrinum í dag fór KA aftur á toppinn og hefur tveggja stiga forskot á Þrótt R. í Toppdeildinni þegar liðin eiga eftir að spila tvo leiki. KA hefur 45 stig, Þróttur R. 43 stig og í 3. sæti er Hamar með 39 stig
Leikirnir sem toppliðin eiga eftir:
- KA: HK (h), Vestri (h).
- Þróttur R.: Hamar (ú), HK (h).
- Hamar: Þróttur (h), Völsungur (h).
Jafnt í Árbænum
KA sótti Fylki heim í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Liðin skildu jöfn, 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom KA í forystuna á 45. mínútu, en Guðmundur Tyrfingsson jafnaði á 58. mínútu.
- Fylkir - KA 1-1 (0-1)
Leikskýrslan
Staðan í riðlinum
KA hefur lokið fjórum leikjum af fimm í riðlinum, er með fimm stig og á enn möguleika á efsta sæti riðilsins sem gefur sæti í undanúrslitum, en þá þurfa þeir hagstæð úrslit hjá öðrum liðum. Breiðablik er á toppi riðilsins með sjö stig, þá Fram með sex stig og síðan Fylkir og KA með fimm. KA mætir Fram 27. febrúar og þarf að vinna þann leik, auk þess að treysta á að Breiðablik og Fylki gangi ekki of vel í þeim leikjum sem þau lið eiga eftir.


Töfrar tónlistar

Verði stórveldi með eigin her

Yfirgripsmikið þekkingarleysi

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
