Fara í efni
Umræðan

Tímabundið bann við heimsóknum á SAk

Tímabundið bann verður í dag sett á heimsóknir til fólks sem liggur á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk). Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni, segir við Akureyri.net að gerðar séu undantekningar frá banninu í ákveðnum tilfellum, en almennt gildi bannið þar til annað verði ákveðið.

Í gær greindust 16 ný smit á Norðurlandi eystra og skv. covid.is eru nú 82 í einangrun í landshlutanum og 1154 í sóttkví.

Flest smitin tengjast grunnskólum, á Akureyri, Húsavík og á Svalbarðsströnd. Eins og fram kom á Akureyri.net í morgun greindust smit hjá börnum í Valsárskóla á Svalbarðsströnd og vegna þess er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í smitgát en hann hitti alla nemendur skólans á Safnasafninu í síðustu viku.

Hefur áhrif á starfsemi SAk

Fjöldi barna er í sóttkví og það hefur einnig áhrif á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri. Starfsmenn þar eru heima með börnum sínum og Sigurður E. Sigurðsson að kalla hafi þurft út aukavaktir og hugsanlega þurfa að grípa til þess að draga úr valkvæðri þjónustu tímabundið.

„Þessi mikla bylgja sem kom skyndilega er víða í nærsamfélaginu, þess vegna ákváðum við að setja tímabundið heimsóknabann á sjúkrahúsið. Eins og áður þegar gripið er til þess eru ákveðnar undantekningar; foreldrar mega fylgja börnum sínum, sérstakar reglur eru í gildi á fæðingardeildinni, þar sem maki má vera viðstaddur fæðingu, og undantekningar eru líka gerðar af mannúðarástæðum í ákveðnum tilfellum.“

Nokkuð hefur verið um að börn í sóttkví hafi fengið jákvæða niðurstöðu úr Covid sýnatöku og það kemur aðstandendum í flestum tilfellum mjög á óvart, segir Sigurður. „Þau börn sem greinast jákvæð hafa ekki sýnt nein einkenni eða eru mjög einkennalítil,“ segir hann.

  • Eins og fram kom fyrir helgi er fjöldi grunnskólabarna í sóttkví á Akureyri. Í morgun var til dæmis tilkynnt að svo væri um nemendur fjögurra bekkja í Glerarskóla og rúmlega 20 starfsmenn. Af þeim sökum eru 9. og 10. bekkur í leyfi frá skóla þessa viku
  • Þá má geta þess geta að brettagarðinum á Eyrinni á Akureyri, Braggaparkinu, hefur verið lokað vegna þess að allir starfsmenn eru í sóttkví vegna smits.

 

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00