Fara í efni
Umræðan

Þórsarar taka á móti liði Sindra í kvöld

Baldur Örn Jóhannesson sækir að körfunni í leik með Þórsliðinu í fyrravetur. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Þórs í körfuknattleik leikur fyrsta heimaleik sinn á nýhafinni leiktíð í kvöld þegar liðið tekur á móti Sindra frá Hornafirði í Íþróttahöllinni. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Þórsarar hófu keppni á útivelli fyrir viku og töpuðu þá með 17 stiga mun fyrir Selfyssingum, 97-114. Mikið skorað í þeim leik, samtals 211 stig. Reynir Barðdal Róbertsson skoraði mest Þórsara í þeim leik, 33 stig. Á sama tíma vann Sindri þriggja stiga sigur á ÍA, 89-86. Þórsarar spiluðu án bandaríska leikmannsins Tims Dalger í fyrsta leik þar sem leikheimild hafði þá ekki gengið í gegn og ef marka má félagaskiptalista KKÍ á vef sambandsins er hann enn án leikheimildar, eða í það minnsta hefur nafn hans ekki verið birt á félagaskiptalistanum þegar þessi frétt er birt.

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Hundfúll út í heilbrigðiskerfið

Ólafur Torfason skrifar
17. október 2024 | kl. 15:30

ÁSKORUN — Þingmenn, sýnið kjósendum stórhug

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
17. október 2024 | kl. 12:45

Það er þörf fyrir aukna skaðaminnkun á Akureyri

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
15. október 2024 | kl. 11:30

Varði ekki viðsnúninginn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. október 2024 | kl. 11:00

Kennaradeilan haustið 2024

Ólafur Kjartansson skrifar
14. október 2024 | kl. 09:00