Fara í efni
Umræðan

Þórsarar fengu slæma útreið á Akranesi

Páll Nóel Hjálmarsson og Smári Jónsson í leiknum gegn Sindra í 2. umferðinni. Páll Nóel kom inn af bekknum í kvöld og skoraði 13 stig. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Þórs í körfuknattleik fékk óblíðar móttökur á Akranesi í kvöld þegar liðið mætti ÍA í þriðju umferð 1. deildar karla. Óhætt er að segja að þeir hafi hreinlega fengið útreið á Akranesi því munurinn varð mestur 30 stig þegar langt var liðið á leikinn og raunar varla spurning eftir fyrsta leikhlutann í hvað stefndi. Lokatölurnar urðu 96-74, Skagamönnum í vil og Þórsarar enn án sigurs eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Tim Dalger og Páll Nóel Hjálmarsson skoruðu 13 stig hvor, Andrius Globys tók tíu fráköst.

Þórsarar voru yfir nokkrar fyrstu mínúturnar, en Skagamenn náðu yfirhöndinni og juku forskotið jafnt og þétt út fyrri hálfleikinn. Annar leikhluti var reyndar slakur hjá báðum liðum og lítið skorað, Þórsarar aðeins með sjö stig á þeim tíu mínútum og Skagamenn með 21s stigs forskot eftir fyrri hálfleikinn. Tim Dalger hafði þá fengið fjórar villur og Baldur Örn þrjár og sína fjórðu í seinni hálfleik.

Þó svo öðru hverju hafi birt örlítið til var munurinn orðinn það mikill að Þórsarar eygðu aldrei von um neitt út úr leiknum. Nýting Þórsara í þriggja stiga skotum var afleit og sextán fyrstu tilraunirnar misfórust. Fyrsti þristurinn fór ofan í undir miðjan þriðja leikhlutann.

  • Byrjunarlið Þórs: Andrius Globys, Baldur Örn Jóhannesson, Orri Már Svavarsson, Reynir Barðdal Róbertsson og Tim Dalger.
  • Gangur leiksins eftir leikhlutum, ÍA-Þór: (29-15) (14-7) 43-22 (29-23) (24-29) 96-74

Tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Tim Dalger 13 - 5 - 1
  • Páll Nóel Hjálmarsson 13 - 2 - 1
  • Reynir Barðdal Róbertsson 12 - 4 - 2
  • Andri Már Jóhannesson 10 - 1 - 0
  • Andrius Globys 8 - 10 - 1
  • Smári Jónsson 7 - 1 - 6
  • Baldur Örn Jóhannesson 5 - 6 - 2
  • Veigar Örn Svavarsson 4 - 2 - 1
  • Orri Már Svavarsson 2 - 1 - 2
  • Arngrímur Alfreðsson 0 - 1 - 0
  • Pétur Áki Sigurðsson 0 - 1 - 1

Þórsarar eru enn án sigurs eftir þrjár umferðir og í næstneðsta sæti deildarinnar. KFG er einnig án sigurs og vermir botnsætið. Garðbæingar eru einmitt næstu mótherjar Þórsara, en liðin mætast í Garðabænum laugardaginn 26. október.

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45