Fara í efni
Umræðan

Þór/KA og KA spila í höfuðborginni í dag

Tvö af Akureyrarliðunum í knattspyrnu eiga leik í höfuðborginni í dag. Þór/KA mætir Fylki í Árbænum kl. 14 og KA mætir Fram í Grafarholtinu kl. 17.

Barist um þriðja sætið

Þór/KA sækir Fylki heim í dag í lokaumferð Bestu deildar kvenna áður en kemur að tvískiptingu deildarinnar þar sem sex efstu liðin spila áfram og fjögur þau neðstu keppast við að forðast fall. Fylkir er í næstneðsta sæti deildarinnar, fallsæti, með níu stig eins og Keflvavík, en með betri markamun. Þór/KA er í 3. sæti deildarinnar með 29 stig, en Víkingar náðu þeim að stigum í síðustu umferð. Þór/KA er með betri markamun. Nokkuð er síðan ljóst varð að Þór/KA yrði í efri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu, en fram undan væntanlega barátta við að halda 3. sætinu því Valur og Breiðablik eru þarna langt fyrir ofan, 16 og 17 stigum á undan Þór/KA. 

Ljóst er að Þór/KA mun mæta Val, Breiðabliki, Víkingi, FH og annaðhvort Stjörnunni eða Þrótti í leikjunum í efri hluta deildarinnar. Endanleg röð liðanna eftir leiki dagsins í dag ræður leikjadagskránni. Liðin í þremur efstu sætunum fá þrjá heimaleiki, en liðin í 4.-6. sæti fá tvo heimaleiki.

Fyrri leik Þórs/KA og Fylkis í deildinni í sumar lauk með 3-1 sigri Þórs/KA.

Barátta um sæti í efri hlutanum

Karlalið KA sækir Fram heim í 20. umferð Bestu deildarinnar og eru bæði liðin að berjast fyrir því að enda í efri hlutanum áður en tvískipting deildarinnar tekur við. KA getur með sigri farið upp fyrir Fram, en að sama skapi geta Framarar komist í nokkuð góða stöðu ef þeir sigra. Fyrir leikinn í dag er KA í 8. sæti deildarinnar með 24 stig og þurfa því að fara upp um tvö sæti til að komast í efri hlutann. Fyrir ofan KA er Starnan með 25 stig, en Garðbæingar taka á móti HK á mánudagskvöld. Þar fyrir ofan er Fram með 26 stig. Segja má að baráttan um 6. sætið sé á milli þessara þriggja liða, en tvö þeirra þurfa væntanlega að bíta í það súra epli að spila í neðri hluta deildarinnar á lokasprettinum.

Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 3-2 sigri KA þar sem Daníel Hafsteinsson skoraði þriðja markið í viðbótartíma. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum og hefst kl. 17. 

Leikir sem KA á eftir fyrir tvískiptingu:

Í dag:
FRAM - KA

Sunnudagur 1. september
KA - BREIÐABLIK

Sunnudagur 15. september
ÍA - KA

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45

Bleikur dagur

Ingibjörg Isaksen skrifar
23. október 2024 | kl. 13:30