Fara í efni
Umræðan

Baldvin Þór bætti eigið Íslandsmet í 3000 m

Baldvin Þór Magnússon þreyttur en alsæll eftir methlaupið í Sheffield í dag.

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar bætti eigið Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi innanhúss um rúmlega tvær og hálfa sekúndu á móti í Sheffield á Englandi í dag.

Tími Baldvins, sem sigraði á mótinu, var 7 mínútur, 45 sekúndur og 13 sekúndubrot;  7:45,13 mín. Gamla metið setti Baldvin á móti í Bandaríkjunum í febrúar 2022 þegar hann hljóp á 7:47,51 mín.

Baldvin á níu Íslandsmet

Baldvin Þór á nú Íslandsmet í fimm greinum utanhúss:

  • 1500 m – 3:39,90 mín – sett í júlí 2024
  • 3000 m – 7:49,68 mín – sett í júlí 2023
  • 5000 m – 13:20,34 mín – sett í apríl 2024
  • 5 km götuhlaup – 13:42,00 mín – sett í mars 2024
  • 10 km götuhlaup – 28:51,00 mín – sett í október 2023

Hann á fjögur Íslandsmet innanhúss: 

  • 1500 m – 3:41,05 - 4. febrúar 2024
  • 1 míla – 3:59,60 - 14. janúar 2023
  • 3000 m – 7:45,13 - 19. janúar 2025
  • 5000 m – 13:58,24 - 24. febrúar 2023

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00