Fara í efni
Umræðan

SA Víkingar taka á móti Fjölni í kvöld

Andri Mikaelsson, fyrirliði, og félagar í liði SA Víkinga taka á móti Fjölnismönnum í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

SA Víkingar, karlalið Skautafélags Akureryar í íshokkí, taka á móti liði Fjölnis í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:30. 

SA er í 2. sæti sem stendur með 18 stig og á þrjá leiki til góða á SR sem er með 19 stig eftir 12 leiki. Keppnin í deildinni er mjög jöfn og spennandi, en Fjölnir er í 3. sætinu með 16 stig og SFH í 4. sæti með tíu stig. Öll fjögur liðin fara reyndar áfram í úrslitakeppnina í vor.

Leikurinn í kvöld er síðasti leikur SA fyrir jólafrí, en liðið getur með sigri í kvöld komist á topp deildarinnar. Óvíst er þó hvort þeir fá að halda því yfir hátíðarnar því SR og SFH mætast 20. desember og gæti SR þá náð toppsætinu fyrir jólafríið.

  • Toppdeild karla í íshokkí
    Skautahöllin á Akureyri kl. 19:30
    SA - Fjölnir

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00