Fara í efni
Umræðan

Rauði krossinn safnar textíl fyrir Akureyrarbæ

Samkvæmt samningi Rauða krossinn við Eyjafjörð og Akureyrarbæjar skal Rauði krossinn flokka þann textíl sem berst í söfnunargáma og leitast við að hámarka það magn sem endurnýtist.

Akureyrarbær skrifaði nýlega undir samstarfssamning við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun textíls í bæjarlandinu, en samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl í grenndargáma.

Rauði krossinn hefur um árabil tekið á móti textíl í söfnunargáma við Viðjulund til flokkunar og endursölu og hefur það fyrirkomulag gengið vel. Samkvæmt nýja samkomulaginu mun Rauði krossinn sjá um að safna öllum textíl fyrir Akureyrbæ í grenndargáma við húsnæði samtakanna að Viðjulundi 2 og í minnisblaði sem lagt var fram á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs í vikunni kemur fram að ef Akureyrarbær settur upp gáma fyrir textíl á gámasvæði sínu eða annars staðar skulu þeir merktir Rauða krossinum og það magn sem safnast flutt í húsnæði hans við Viðjulund, Rauða krossinum að kostnaðarlausu.

Akureyrarbær borgar gámasendingar til útlanda

Rauði krossinn skal flokka þann textíl sem berst í söfnunargáma og leitast við að hámarka það magn sem endurnýtist. Samkvæmt samningi mun Akureyrbær sjá um að útvega og bera kostnað af leigu gáma og flutningi til þess aðila sem annast mun útflutning á því sem ekki er hægt að endurnýta hér á landi. Verið er að vinna að samningi við Íslenska gámafélagið um að það sjái um að útvega Akureyrbæ gámana og jafnframt annast útflutninginn fyrir Akureyrbæ.

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45