Dilyan Kolev frá Vopnafirði hefur samið við píludeild Þórs til tveggja ára. Kolev er annar pílukastarinn sem gengur til liðs við deildina á skömmum tíma, fyrr í sumar samdi Matthías Örn Friðriksson við Þór og gerði einnig tveggja ára samning.
Til gamans má geta þess að Kolev og Matthías spiluðu til úrslita á því frábæra móti, Akureyri Open – Sjally Pally – sem fram fór í Sjallanum í febrúar á þessu ári. Þar bar Kolev sigur úr býtum.
„Það er því ljóst að píludeild Þórs ætlar sér stóra hluti á komandi árum og er það mikil viðurkenning fyrir starfið sem hefur verið unnið hjá píludeild Þórs síðastliðin ár að þessir stórkostlegu pílukastarar vilja spila í rauðu treyjunni,“ segir í tilkynningu frá Þór.
Verðlaunahafar á Akureyri Open, Sjally Pally, í febrúar. Frá vinstri: Alexander Veigar, Matthías Örn Friðriksson, Dilyan Kolev, Valur Guðbjörn Sigurgeirsson, Brynja Herborg, Þröstur Þór Sigurðsson og Ingibjörg Magnúsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson