Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Karlalið KA í blaki vann öruggan 3-0 sigur á liði Völsungs frá Húsavík í efstu deild karla í blaki, Unbroken-deildinni, en leikur liðanna fór fram í KA-heimilinu í gærkvöld.
KA hafði yfirhöndina í fyrstu tveimur hrinunum og Völsungur aðeins einu sinni með forystuna, en þriðja hrinan var jafnari og liðin skiptust á að leiða lengi vel, en KA-menn voru sterkari í lokin og kláruðu þriðju hrinuna með 25-23 sigri og þar með leikinn 3-0.
Næsti leikur KA-liðsins er heimaleikur gegn Þrótti Fjarðabyggð föstudaginn 15. nóvember.