Fara í efni
Umræðan

Oddeyrin – metnaður og framtíðarsýn

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ræða innviðamál á Oddeyri. Hversu oft hefur maður séð þar sem bæjaryfirvöldum er núið um nasir að hafa lítinn áhuga og metnað fyrir okkar ágæta hverfi. Sannarlega má færa rök fyrir að það sé rétt, götur, innviðir og umgengni eru ekki eins og best verður á kosið. Auðar lóðir þar sem hús hafa verið rifin eða brunnið setja ljótan svip á heilu göturnar. Þó hefur aðeins borið á að umræða sé hafin að taka á þessum málum, endurbygging í Strandgötu er hafin. Annað hefur því miður ekki orðið annað en orð á blaði eða í fjölmiðlum. Verst er ástandið hvað þetta varðar er við sunnanverða Norðurgötu og Lundargötu.

En sannarlega er þetta langtímaverkefni og kostar mikið. Vonandi fer samt að rætast út og fyrir hafa flogið hugmyndir um endurnýjum við þessar götur. Metnaðarleysi bæjaryfirvalda blasir því miður víða við, óhrjálegar gangstéttar og kolryðgaðir ljósastaurar og ýmislegt fleira. Enn er reynt að biðla til bæjaryfirvalda með litlum árangri. Nokkur hús hafa verið endurhnýjuð að frumkvæði eigenda, og það fer vaxandi.

Auðveldara er að takast á við almenn umhverfismál og þar þarf sannarlega að taka til hendinni. Hreinlega ótrúlegur fjöldi númerslausa bíla er víða um Eyrina, sumir hafa verið þar árum saman. Ástand þeirra sýnir að ekki sé beint í bígerð að fara í endurnýjun fornbíls. Heilbrigðisnefndin og starfsmenn bæjarins gera sitt besta til að hamla þessu en eiga ekki aðgengi inn á einkalóðir. Sannarlega vonar maður að verði einhverskonar vakning þar sem Eyrarpúkar taka höndum saman og fegra hverfið sitt. Eyrin er að verða vinæll viðkomustaður ferðamanna sem gera sér það til skemmtunar að ganga um götur í hverfinu og það er leitt að við blasi annað eins magn af ýmiskonar dóti sem stingur í augu gesta sem vilja berja fallega hverfið okkar augum. Merkilegt að sjá að verið er að safna númerslausum bílflökum við nýuppgerða aðstöðu á hafnarsvæðinu. Varla er það vilji hafnarstjórnar að hafa svona til sýnis fyrir nýkomna ferðamenn af skemmtiferðaskipum.

Það er ekki mikið mál að fara í upplyftingu umhverfismálanna, væri gott að sjá að hverfisnefnd Oddeyrar eða bæjaryfirvöld hefðu samband við íbúa og legðu til umhverfsátak, það þarf ekki mikið að koma af stað áhuga og metnaði með hvatningu og virkja íbúa ef lögð er í það smávegis vinna.

En því miður hefur það ekki gerst lengi.

Við viljum hafa Eyrina okkar fallega og að umhverfið sýni metnað og áhuga.

Ég skora því á alla að líta í kringum sig, bæjaryfirvöld og íbúa og velta þessum málum fyrir sér. Samstaða skilar miklum árangri.

Víðast hvar er fallegt um að litast og sannarlega ekki margir staðir sem eru ekki í fínasta lagi, en það stingur í augun þar sem það er ekki.

Jón Ingi Cæsarsson er Eyrarpúki

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00