Fara í efni
Umræðan

Ný slökkvistöð byggð við Súluveg?

Lóðin sem sótt hefur verið um fyrir slökkvistöð er græni bletturinn á mótum Miðhúsabrautar og Súluvegar, ofan við hús Mjólkursamsölunnar á myndinni. Myndir: Þorgeir Baldursson
Hugmyndir eru uppi um að byggja nýja slökkvistöð á horni Súluvegar og Miðhúsabrautar ofan við hús Mjólkursamsölunnar á Akureyri. Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því að fá úthlutað lóðum undir nýju slökkvistöðina. 
 
Sótt er um að fá úthlutað tveimur lóðum, Súluvegi 3 og 5, í einni sameiginlegri lóð. Annarri lóðinni hafði áður verið úthlutað til Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar í ágúst 2022, en framkvæmdir hafa ekki hafist og lóðin því fallin aftur til bæjarins. Starfsstöð Vegagerðarinnar er fyrir ofan lóðirnar sem sótt er um fyrir slökkvistöð.
 
Samkvæmt upplýsingum Akureyri.net úr bæjarkerfinu hefur ekki verið ákveðið hvort tvær slökkvistöðvar verði í bænum ef hús undir starfsemina verður að veruleika á umræddum stað eða hvort slökkviliðið flytur með allt sitt hafurtask af Eyrinni.
 
 
 

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00