Fara í efni
Umræðan

Norðurorka afhenti 29 samfélagsstyrki

Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, og Hlynur Jóhannsson, formaður stjórnar Norðurorku, ásamt fulltrúum styrkþega við afhendingu samfélagsstyrkja Norðurorku í Hofi á dögunum. Mynd: Axel Þórhallsson - Norðurorka.

Samfélagsstyrkir Norðurorku voru afhentir í lok janúar og tengjast flest verkefnanna íþróttum, útivist og lýðheilsu annars vegar og fræðslu og stuðningi hins vegar, menning og listir eru þó einnig áberandi, að því er fram kemur í frétt Norðurorku af styrkveitingunum.

Alls bárust 103 umsóknir og „er fjölbreytni verkefna mikil sem endra nær og lýsir vel þeirri hugmyndaauðgi sem ríkir í samfélaginu okkar,“ eins og segir á vef Norðurorku. Styrkir voru veittir til 29 verkefna. Verkefni úthlutunarnefndar var erfitt enda hafði hún úr umsóknum vegna fjölmargra frambærilegra verkefna að velja.

Markmiðið með styrkjunum er „að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.“ 

Flest verkefnin tengjast íþróttum

Meðal verkefna sem hlutu styrki eru íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir, núvitund og hugleiðsla meðal flóttafólks á Akureyri, yfirbyggingar útieldhúss, sjálfsefling stúlkna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, tónlistarhátíðir, fræðsla af ýmsu tagi og smiðja fjölskyldusmiðja fyrir fjölskyldur þar sem foreldri glímir við geðræn veikindi. 

„Verkefnin eiga það sameiginlegt að á bak við þau liggur mikill eldmóður og sjálfboðavinna fólks sem leggur sig fram við að veita sínu hjartans máli eða áhugamáli brautargengi og því er ánægjulegt að geta átt þátt í að verðlauna slíkt starf,“ segir einnig í frétt Norðurorku. 

Meðfylgjandi mynd af úr frétt Norðurorku sýnir þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni.

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15