Fara í efni
Umræðan

Naust III: Einbýli, parhús og raðhús

Gamli bærinn, Naust III, í fjarska vinstra megin. Minjasafnið á Akureyri hefur haft húsnæði til umráða lengi og notað sem geymslu. Húsið með rauða þakinu er einnig nýtt sem geymsla. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur auglýst drög að breytingu á deiliskipulagi fyrir Naust III. Þar er gert ráð fyrir sjö einbýlishúsalóðum, tveimur lóðum undir parhús og fimm fyrir raðhús. Um er að ræða appelsínugulu fletina á myndinni hér að neðan.


Drög að deiliskipulagi fyrir Naust III. Mynd: Akureyri.is.

Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem íbúðarbyggð (ÍB13) og er þessi deiliskipulagstillaga núna sögð beint framhald af uppbyggingu Naustahverfis. Fram kemur í auglýsingu skipulagsráðs að fyrst um sinn verði skipulagið áfangaskipt í tvo hluta, þar sem gamli bærinn Naust III fær að vera áfram þar til varanlegur staður hefur verið fundinn fyrir geymslur Minjasafnsins á Akureyri. Safnið hefur notað gamla bæinn sem geymslu árum saman. Naust III var nýbýli sem stofnað var frá bænum Naust árið 1930.


Rauði hringurinn sýnir umrætt svæði. Skjáskot af map.is/akureyri.


Gamli bærinn, Naust III. Minjasafnið á Akureyri nýtir húsin sem geymslur og gerir þar til varanlegur staður þær finnst í bænum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00