Fara í efni
Umræðan

Æfingabásar GA búnir byltingarkenndri tækni

Klappir, æfingaaðstaða Golfklúbbs Akureyrar við Jaðarsvöll. Myndin er af vef klúbbsins.

Æfingabásar Golfklúbbs Akureyrar, Klappir, voru opnaðir á föstudaginn langa. Básarnir eru nú allir útbúnir TrackMan Range-búnaði, sem er byltingarkennt radarmælingartækni og veitir lykilupplýsingar eftir hvert slegið högg. Frá þessu er greint á vef GA.

Um búnaðinn segir einnig í umfjöllun á vef klúbbsins: „Þegar högg hefur verið slegið eru radarar úti á æfingasvæðinu sem mæla flug boltans á sjálfvirkan hátt. Nákvæm lengd bolta á flugi, hraði og ferill birtist í rauntíma á skjá, á bæði einfaldan og skýran hátt. Í hverjum einasta bás á neðri hæðinni á Klöppum er kominn 21 tommu skjár og greiningarbúnaður og geta þá félagsmenn og gestir séð nákvæma greiningu á golfhöggum sínum eða leikið sína uppáhalds golfvelli á æfingasvæðinu – rétt eins og í hefðbundnum golfhermi. Á efri hæðinni geta kylfingar fylgst með höggunum sínum í trackman-appi í símanum. Jafnframt býður kerfið uppá allskyns æfingar og leiki sem auka líkurnar á markvissum bætingum og ánægju við æfingar.“

Kylfingar eru komnir á fullt við að nýta æfingasvæðið, en í tilkynningu klúbbsins segir að sem stendur sé ekki hægt að týna upp kúlur á æfingasvæðinu vegna þess að þar er enn snjór. 

Inniaðstaðan að Jaðri er ein sú besta á landinu, eins og akureyri.net hefur áður fjallað um, meðal annars þegar 22 ungir kylfingar í landsliðshópi GSÍ, á aldrinum 14-24 ára voru við æfingar á Akureyri eina helgi í marsmánuði. Inniaðstaðan hefur verið opin alla páskana og verður einnig opin í dag, páskadag, kl. 10-19 og á annan í páskum kl. 10-22.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00