Fara í efni
Umræðan

Mark í lokin og KA-menn komnir í efri hlutann

Dagur Ingi Valsson í fyrsta leiknum með KA, gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Hann tryggði KA-mönnum þrjú dýrmæt stig með marki í blálokin í dag. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason

KA komst í dag upp í hið eftirsótta sjötta sæti Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu, með 2:1 sigri á Fram í Reykjavík. Sex efstu liðin halda áfram keppni um Íslandsmeistaratitilinn þegar deildinni verður skipt í tvennt, eftir tvær umferðir til viðbótar.

Baráttan um sjötta sætið er æsispennandi. KA og Fram höfðu sætaskipti í dag; KA hefur nú 27 stig, Fram er í sjöunda sæti með 26 og Stjarnan í því áttunda með 25 stig. Stjarnan á leik til góða gegn HK á heimavelli á morgun og vinni Garðarbæjarliðið þann leik kemst það einu stigi upp fyrir KA og í sjötta sætið.

Það var Dagur Ingi Valsson, sem gekk til liðs við KA frá Keflavík á dögunum, sem gerði sigurmarkið í dag þegar komið var í uppbótartíma. Daníel Hafsteinsson þrumaði boltanum fyrir markið utan af hægri kanti og Dagur Ingi skallaði í netið af markteig. Var einfaldlega miklu ákveðnari en varnarmaður Fram sem átti allt eins möguleika á að ná boltanum.

Ekki voru nema tæpar 10 mínútur liðnar þegar Viðar Örn Kjartansson náði forystu fyrir KA. Hann fékk sendingu fram völlinn, komst inn í vítateig og sendi boltann með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið.

Um að bil 10 mín. síðar varð staðan jöfn á ný. Framari sendi fyrir markið og varnarmaðurinn Hans Viktor Guðmundsson varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark.

Dagur Ingi gerði sigurmarkið í lokin eins og áður kom fram en skömmu áður vildu Framarar fá víti þegar boltinn hrökk í hönd Ívars Arnar Árnasonar varnarmanns KA inn í vítateig. Dómarinn sá atvikið vel og taldi ekki ástæðu til þess að flauta enda mun það rétt, skv. lagabókstafnum. Hann sá hins vegar ekki atvik á lokakafla fyrri hálfleiks þar sem KA átti að fá víti. Enginn áttaði sig raunar á því nema ef til vill Daníel Hafsteinsson, sem virtist þó ekki mótmæla að neinu ráði. Eftir klafs í markteignum skaut Daníel að marki en varnarmaður, sem var nánast á marklínu, bjargaði með því að rétta út hendina og boltinn small í henni! 

Þetta eru leikirnir sem KA, Fram og Stjarnan eiga eftir –  liðin sem berjast um sjötta sætið:

  • KA – Breiðablik
  • ÍA – KA

  • HK – Fram
  • Fram – FH

  • FH – Stjarnan
  • Stjarnan - Vestri

Leikskýrslan

Staðan í deildinni

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45

Bleikur dagur

Ingibjörg Isaksen skrifar
23. október 2024 | kl. 13:30