Fara í efni
Umræðan

Legudeild með óborganlegu útsýni

Þegar ég nýlega sá að byggja ætti nýja legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) og hún ætti að vera til innan fimm ára datt mér í hug grein sem ég skrifaði fyrir ekki löngu um viðbyggingu við SAk og taldi að byggja ætti við sjúkrahúsið til austurs og suður Tónatröðina. Þarna væri aldeilis upplagt að byggja legudeildina með t.d. stóra glugga til austurs en sú átt er ekki mjög stíf hér á Akureyri en útsýnið óborganlegt niður Spítalabrekkuna, hluta Innbæjarins svo ég tali nú ekki um áhorf á yndislegan Pollinn og Vaðlaheiðina. Þetta væri auðvitað frábær staðsetning fyrir nýja viðyggingu legudeildarinnar. Kemst ekki hjá að nefna, sem til tals hefur komið, himinháa byggð fjölbýlishúsa í Spítalabrekkunni sem fjöldi manns hefur mótmælt eðlilega og algjört glapræði væri að leyfa að byggja.

Hjörleifur Hallgríms er eldri borgari á Akureyri

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00