Fara í efni
Umræðan

Karlalið KA áfram í undanúrslit bikarsins

KA-menn sigri hrósandi eftir sigurinn á Þrótturum í gærkvöldi. Mynd: Valgeir Bergmann

Karlalið KA í blaki tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar, Kjörísbikarsins, með sigri á Þrótti Fjarðabyggð. KA vann 3-0, en þurfti virkilega að hafa fyrir sigrinum, sérstaklega í annarri hrinu.

KA vann fyrstu hrinuna nokkuð örugglega, en Þróttarar náðu vopnum sínum í annarri hrinu. Hún endaði í upphækkun eftir að Þróttarar höfðu lengst af haft frumkvæðið í hrinunni. KA náði að kreista fram sigur í lokin, 29-27, og hamraði svo járnið á meðan það var heitt, vann þriðju hrinuna 25-18 og leikinn þar með. 

Oscar Fernández var stigahæstur í liði KA með 14 stig og Marcel Pospiech næstur með 13. Hjá gestunum var það Pedro Nascimento sem var stigahæstur með átta stig.

Ásamt KA eru Afturelding, HK og Þróttur R. komin í undanúrslit bikarkeppninnar. 

Nánar má lesa um leikinn á blakfréttavefnum blakfrettir.is.

OFF – Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. mars 2025 | kl. 20:10

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00