Fara í efni
Umræðan

KA handhafi allra stóru titlana í blaki!

Íslandsmeistarar KA kampakátir í kvöld. Myndir: Ármann Hinrik

KA varð Íslandsmeistari í blaki karla í kvöld eftir 3:1 sigur á Þrótti frá Reykjavík í þriðja og síðasta úrslitaleiknum. Félagið er þar með Íslands-, deildar- og bikarmeistari bæði í karla- og kvennaflokki. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari í gær eins og fram hefur komið.

KA vann Þrótt 3:0 í fyrsta úrslitaleiknum á heimavelli, vann síðan 3:2 í Laugardalshöllinni og úrslit í mótinu réðust í kvöld í jöfnum og spennandi leik í KA-heimilinu. KA vann fyrstu hrinuna 26:24 og þá næstu 25:22. Þróttur vann hins vegar þriðju hrinuna örugglega, 25:18, en fjórða hrinan var æsispennandi eins og tvær þær fyrstu, en KA knúði fram sigur, 26:24. 

Nánar á morgun

Gísli Marteinn Baldvinsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

KA-menn fagna sigrinum í kvöld - og þar með fullkomnum árangri í vetur.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00