Fara í efni
Umræðan

KA gert að greiða Arnari 11 milljónir króna

Arnar Grétarsson ásamt þáverandi aðstoðarþjálfara sínum, Hallgrími Jónassyni, sem tók við starfinu af Arnari þegar hann hætti hjá KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu, hafði betur gegn félaginu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra og ber KA að greiða hátt í 11 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Arnar höfðaði mál gegn félaginu þar sem hann taldi sig eiga inni vangoldin laun sem tengdust ákvæði í samningi hans um það að koma liðinu í Evrópukeppni. Samkvæmt dómsorði ber Knattspyrnufélagi Akureyrar að greiða Arnari tæpar 8,8 milljónir króna, auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þar að auki er KA gert að greiða Arnari tvær milljónir króna í málskotnað.

Knattspyrnuvefurinn 433.is greindi frá þessu fyrir stundu.

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25

Telja Brussel vera langt í burtu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
01. september 2024 | kl. 06:00

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00

Grunnskólarnir okkar allra

Sindri Kristjánsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 06:00