Fara í efni
Umræðan

„Hver grípur þig?“ – málþing í HA á morgun

Opið málþing sem ber yfirskriftina „Hver grípur þig? Frí þjónusta á Norðurlandi“ verður haldið í hátíðarsal Háskólans á Akureyri (HA) á morgun, mánudaginn 25. nóvember. Sá dagur markar einnig upphaf 16 daga átaks gegn ofbeldi og á málþinginu munu Bjarmahlíð, Bergið Headspace, Aflið, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiður, Píeta og Grófin - Geðrækt kynna starfsemi sína. 
 
Tveir nemendur Háskólans á Akureyri standa að málþinginu, Birna Guðrún Árnadóttir og Erna Lind Friðriksdóttir sem báðar eru í meistaranámi við heilbrigðisvísindadeild skólans og er málþingið lokaverkefnið í námskeiðinu Sálræn áföll og ofbeldi. Erla er í dag ráðgjafi hjá Berginu Headspace sem er úrræði fyrir ungt fólk til þess að koma og fá ráðgjöf, nærveru og spjall. Birna vinnur hjá Bjarmahlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
 
„Við vildum að fólk gerði sér grein fyrir hvaða þjónusta er í boði og hvert er hægt að sækja hana þegar aðstoðar er þörf, fólki að kostnaðarlausu. Einnig langar okkur með málþinginu að styrkja samstarfið á milli félaganna, að fulltrúar þeirra séu upplýst um aðra kosti sem eru í boði fyrir fólk og geti bent málum í réttan farveg – eða til viðeigandi félagasamtaka,“ segir Erla Lind um málþingið.
 
  • Málþingið er öllum opið og frítt er inn meðan húsrúm leyfir. Dagskráin hefst kl. 12 og lýkur um kl. 16. Einnig verður hægt að fylgjast með á Zoom – sjá hér.
 
 

„Við höfðum frjálsar hendur með að útfæra lokaverkefnið og skil á því. Við Birna ræddum þetta og vorum sammála um að þörf væri á að varpa ljósi á það sem er í boði á Akureyri. Það er nefnilega þannig að hér er í boði mikið af þjónustu í boði félagasamtaka og að okkar mati má alveg lyfta því upp,“ segir Erla um ástæðuna fyrir málþinginu.

Dagskrá:
 
  • Opnunarávarp
  • Bergið Headspace
  • Grófin Geðrækt
  • Aflið
  • Hlé
  • Kvennaathvarfið
  • Bjarmahlíð
  • Hlé
  • Píeta samtökin
  • Frú Ragnheiður
  • Lokaávarp

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00