Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
GAMLI SKÓLI – 3
Mynd þessi er tekin sumarið 1931 vestur yfir þáverandi hús skólans Gamla skóla og Leikfimishúsið. Skólahúsið skín í hádegissólinni og hafði verið málað sumarið 1926 og gerðar stéttar austan við það og við báða innganga þess og gangstígur með tvennum tröppum niður á Eyrarlandsveg. Trjágarður skólans, sem byrjað var að planta í sumarið 1909, er tekinn að vaxa upp. Lystigarður Akureyrar er farinn að fá á sig svip með hringlaga stígum umhverfis gosbrunn í miðjum garði sem vakti mikla athygli gesta og gangandi. Neðst til vinstri er stytta á grjótstöpli af séra Matthíasi og neðst til hægri er Fagrastræti 1. Efst í hægra horni myndarinnar er smábýlið Sólheimar.