GKG Íslandsmeistari, sveit GA í fjórða sæti
Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar (GKG) varð Íslandsmeistari í dag þegar Íslandsmóti golfklúbba lauk á Jaðarsvelli á Akureyri. Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð í fjórða sæti.
GKG lék til úrslita við Keili og sigraði 4-1. Þetta er í níunda skipti sem GKG sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba.
Sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Akureyrar léku um 3. sætið og þar höfðu GR-ingar betur, 3,5-1,5. Í undanúrslitum sigraði Keilir lið Golfklúbbs Reykjavíkur 3-2 og GKG vann þá sveit GA 4,5-0,5.
Átta lið kepptu um Íslandsmeistaratitilinn á Jaðarsvelli. Röð þeirra varð þessi:
1. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Akureyrar, GA
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Setberg, GSE