Fara í efni
Umræðan

GKG Íslandsmeistari, sveit GA í fjórða sæti

Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar (GKG) eftir að hún varð Íslandsmeistari í dag. Mynd: Golfsamband Íslands - Sigurður Elvar Þórólfsson

Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar (GKG) varð Íslandsmeistari í dag þegar Íslandsmóti golfklúbba lauk á Jaðarsvelli á Akureyri. Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð í fjórða sæti.

GKG lék til úrslita við Keili og sigraði 4-1. Þetta er í níunda skipti sem GKG sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba.

Sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Akureyrar léku um 3. sætið og þar höfðu GR-ingar betur, 3,5-1,5. Í undanúrslitum sigraði Keilir lið Golfklúbbs Reykjavíkur 3-2 og GKG vann þá sveit GA 4,5-0,5.

Átta lið kepptu um Íslandsmeistaratitilinn á Jaðarsvelli. Röð þeirra varð þessi:

1. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Akureyrar, GA
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Setberg, GSE

Öll tölfræðin

Myndasyrpa frá mótinu

Bæjarfulltrúar, ­hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00