Fara í efni
Umræðan

GKG Íslandsmeistari, sveit GA í fjórða sæti

Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar (GKG) eftir að hún varð Íslandsmeistari í dag. Mynd: Golfsamband Íslands - Sigurður Elvar Þórólfsson

Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar (GKG) varð Íslandsmeistari í dag þegar Íslandsmóti golfklúbba lauk á Jaðarsvelli á Akureyri. Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð í fjórða sæti.

GKG lék til úrslita við Keili og sigraði 4-1. Þetta er í níunda skipti sem GKG sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba.

Sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Akureyrar léku um 3. sætið og þar höfðu GR-ingar betur, 3,5-1,5. Í undanúrslitum sigraði Keilir lið Golfklúbbs Reykjavíkur 3-2 og GKG vann þá sveit GA 4,5-0,5.

Átta lið kepptu um Íslandsmeistaratitilinn á Jaðarsvelli. Röð þeirra varð þessi:

1. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Akureyrar, GA
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Setberg, GSE

Öll tölfræðin

Myndasyrpa frá mótinu

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45