Fara í efni
Umræðan

Gamli skóli – Hjaltalín og Stefán Stefánsson

Mynd: Hallgrímur Einarsson 1908/Minjasafnið á Akureyri

GAMLI SKÓLI – 5

  • Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.

Elsta mynd sem varðveist hefur af gamla skólahúsinu fullgerðu er tekin vorið 1908 sunnan af þýfðu Eyrarlandstúninu þar sem Lystigarður Akureyrar er nú. Bárujárn er komið á þak og húsið hefur allt verið málað, þverbönd og vindskeiðar í öðrum lit, eins og venja var og vera ber. Fimm reykháfar sjást á þaki, en húsið var kynt með kolaofnum, kakalofnum, sem voru í hverju íveruherbergi. Sökkull hússins er skjöldóttur þótt aðeins séu fjögur ár frá því húsið var reist.

Á suðurtröppum standa Jón A. Hjaltalín skólameistari og Stefán Stefánsson kennari sem tók við starfi skólameistara um haustið. Framan við skólann eru piltar, sumir í hvítum skyrtum með hálsknýti. Í syðsta glugga á norðurvistum á annarri hæð horfir ungur nemandi út í vorið til ljósmyndarans. Greina má gluggatjöld fyrir gluggum á annarri hæð suðurvista þar sem voru heimavistarherbergi fram um 1950 en síðan hafa verið þar kennslustofur.

Lóðin næst húsinu hefur verið jöfnuð og tyrfð og gerður timburstigi upp stallinn að inngangi að íbúð skólameistara. Að baki Gamla skóla sést í Leikfimishúsið ófullgert en það var reist haustið 1905 og ekki lokið að fullu fyrr en sumarið 1909.

  • Hjaltalín og Stefán Stefánsson er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.

Bæjarfulltrúar, ­hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00