Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Á hverju ári stendur Huginn, skólafélag Menntaskólans á Akureyri, fyrir góðgerðarviku. Þá er fé safnað með fjölbreyttum hætti og rennur það jafnan óskert til einhverra góðgerðarsamtaka. Nemendur kjósa hvaða félag verður fyrir valinu hverju sinni og í ár var það Barnaspítalasjóður Hringsins. Stjórn skólafélagsins notaði tækifærið og afhenti féð þegar MA-ingar héldu til Reykjavíkur í því skyni að keppa til úrslita í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi.
Akureyri.net sagði frá úrslitum MORFÍs á dögunum en nánar er fjallað um sigurinn á vef Menntaskólans. Smellið hér til að lesa þá frétt.