Fara í efni
Umræðan

Fyrsti sigur Þórs kom í framlengdum leik

Reynir Barðdal Róbertssson í hraðri sókn. Hann skoraði 23 stig, tók níu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Skallagrímsmennirnir Ishmael Sanders og Antana Tamulis elta, ásamt Þórsurunum Andrius Globys og Tim Dalger. Mynd: Páll Jóhannesson

Þór vann Skallagrím með tveggja stiga mun, 100-98, eftir framlengdan háspennuleik í 5. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Þórsliðsins á tímabilinu.

Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda. Gestirnir úr Borgarnesi leiddu í fyrsta leikhluta, en Þórsarar jöfnuðu og áttu góðan sprett undir lok fyrri hálfleiksins, náðu þá fimm stiga forystu. Þann mun unnu Skallagrímsmenn upp í þriðja leikhluta og liðin skiptust svo á forystunni í æsispennandi lokafjórðungi.

Þórsarar misstu tvo menn út með fimm villur, fyrst Andra Má þegar 6:25 mínútur voru eftir af leiknum og svo stigahæsta manninn, Tim Dalger, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. En þá kom maður í manns stað og þeir sem eftir voru börðust fyrir sigrinum. Skallgagrímur missti svo Orra Jónsson út af með fimm villur þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Leikurinn var áfram hnífjafn og liðin skiptust á að leiða. Þegar átta sekúndur voru eftir var staðan 89-86 og Skallagrímur í sókn. Magnús Engill Valgeirsson tók þriggja stiga skot sem geigaði, dæmt brot á Þórsara og þrjú vítaskot sem Magnús hitti öllum af öryggi og jafnaði í 89-89 þegar 5,3 sekúndur voru eftir. Þær dugðu Þórsurum ekki til að ná sigurkörfu og því þurfti að framlengja.

Tim Dalger  og Antanas Tamulis, Litháinn í liði Skallagríms, berjast um boltann. Mynd: Páll Jóhannesson

Þórsarar voru svo heldur með frumkvæðið í framlengingunni, en munurinn þó aldrei meiri en þrjú stig og Skallagrímur jafnaði í 98-98 þegar um 15 sekúndur voru eftir. Þórsarar fóru í sókn og skoruðu, 100-98, fimm sekúndur eftir og þær dugðu Skallagrímsmönnum ekki til að jafna. Langbesti maður þeirra, Ishmael Mackkenzie Sanders, reyndi þá skot af löngu færi sem geigaði.

Þjálfari Skallagríms var afar ósáttur við dómara leiksins á lokasekúndunum, vildi fá dæmt skref á Þórsara í lokasókn þeirra og hafði líklega nokkuð til síns máls.

Tim Dalger var stigahæstur Þórsara þó hann hafi misst úr lokakaflann, skoraði 28 stig. Reynir Barðdal Róbertsson kom næstur með 23 stig. Baldur Örn Jóhannesson tók 11 fráköst. Baldur Örn og Andrius Globys voru með hæsta framlagið í Þórsliðinu, 24. Hjá Skallagrími var Ishmael Mackenzie Sanders langstigahæstur, oft og tíðum illviðráðanlegur, skoraði 44 stig.

Liðin skiptust 20 sinnum á forystunni í leiknum og 18 sinnum var jafnt. Mesta forysta Þórs var níu stig, en sex stig hjá Skallagrími. 

Þórsarar færðust úr botnsætinu með sigrinum í kvöld, en fjögur lið eru jöfn með einn sigur úr fyrstu fimm leikjunum, Snæfell, KFG, Þór og Fjölnir.

  • Byrjunarlið Þórs: Andri Már Jóhannesson, Andrius Globys, Orri Már Svavarsson, Reynir Barðdal Róbertsson og Tim Dalger.
  • Gangur leiksins: Þór - Skallagrímur (20-20) (24-19) 44-39 (25-30) (20-20) 89-89 (11-9) 100-98
  • Staðan í deildinni

Tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Tim Dalger 28 - 7 - 1
  • Reynir Barðdal Róbertsson 23 - 9 - 7
  • Andrius Globys 18 - 9 - 2 - 24 í framlag
  • Smári Jónsson 13 - 2 - 6
  • Baldur Örn Jóhannesson 12 - 11 - 4 - 24 í framlag
  • Andri Már Jóhannesson 4 - 2 - 0
  • Orri Már Svavarsson 2 - 3 - 5
  • Veigar Örn Svavarsson  0 - 1 - 1

Á myndinni hér að neðan má sjá helstu tölfræðiþætti liðanna, en ítarlega tölfræði einstakra leikmanna má skoða með því að smella á myndina. 

Kosningaloforð og hvað svo?

Björn Snæbjörnsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 18:00

Hegðaði sér eins og einræðisherra

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 17:00

Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Anton Berg Sævarsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 12:12

Áfram sterkar konur í leiðtogahlutverkum!

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. nóvember 2024 | kl. 17:17

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00