Fara í efni
Umræðan

Fjórir kraftlyftingamenn úr KA Íslandsmeistarar

Drífa Ríkarðsdóttir í eldlínunni á Íslandsmótinu. Myndir af heimasíðu KA.
Fjórir KA-menn urðu Íslandsmeistarar í klassískum kraftlyftingum á dögunum eftir frábæra frammistöðu í glæsilegum húsakynnum Stjörnunnar. KA varð í þriðja sæti í samanlagðri stigakeppni kvenna og fjórða sæti í stigakeppni karla. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.
 
Drífa Ríkarðsdóttir varð Íslandsmeistari í -57 kg flokki og margbætti Íslandsmet í bæði hnébeygju og réttstöðulyftu. Drífa lyfti mest 137,5 kg í hnébeygju og 185 kg í réttstöðulyftu. Hún setti Íslandsmet í samanlögðu – 407,5 kg. Einnig varð hún í öðru sæti á stigum samanlagt en þá eru gefin stig fyrir hverja lyftu, óháð þyngdarflokki. Sú sem varð stigahæst var Lucie Stefaniková sem keppti fyrir Stjörnuna í 84 kg flokki.

Aníta Rún Bech Kajudóttir varð Íslandsmeistari í -63 kg flokki. Hún lyfti 255 kg í samanlögðu og bætti sig bæði í bekkpressu og réttstöðulyftu. Aníta er aðeins 19 ára gömul.

Friðrik Alvin Grankvist átti mjög góðan dag, fékk allar lyftur gildar og náði þriðja sæti í -93 kg flokki með 517,5 kg í samanlögðu. Líkt og Aníta er Friðrik 19 ára.

Viktor Samúelsson varð Íslandsmeistari í 105 kg flokki. 

Viktor Samúelsson varð Íslandsmeistari í 105 kg flokki og átti frábæran dag. Hann fékk allar lyftur gildar og sló mörg Íslandsmet, bæði í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu – 818 kg. Þá varð Viktor í öðru sæti í stigakeppni mótsins, skammt á eftir fyrsta sætinu.

Þorsteinn Ægir Óttarsson varð Íslandsmeistari í 120+ flokki þar sem hann lyfti 780 kg í samanlögðu.

  • Munurinn á klassískum kraftlyftingum og búnaðarlyftingum, sem svo eru kallaðar, er sá að í þeim klassísku má ekki notast við neinn aukabúnað eins og bekkpressuboli eða stálbrækur. Hnévafningar sem hægt er að herða að eins og með frönskum rennilás eru einnig bannaðir. Aðeins má nota hnéhólka sem ekki er hægt að herða og vafninga fyrir úlnlið.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00