Fara í efni
Umræðan

Dagur gerði 4 mörk og Montpellier sigraði

Dagur Gautason fagnar í leiknum í Montpellier í kvöld. Mynd af X reikningi félagsins.

Handboltamaðurinn Dagur Gautason gerði fjögur mörk í fyrsta leiknum með Montpellier Handball í Frakklandi í kvöld. Liðið sigraði  þá nágrannaliðið PAUC frá Aix 33:31 í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Dagur og félagar eru þar með komnir í undanúrslit.

Dagur gekk óvænt til liðs við stórlið Montpellier frá Arendal í Noregi í byrjun vikunnar eins og Akureyri.net sagði frá mánudagskvöldið – sjá hér.

Montpellier, sem var á heimavelli í kvöld, byrjaði mun betur en staðan var þó jöfn í hálfleik, 16:16. Heimamenn höfðu fjögurra til sex marka forystu lungann úr seinni hálfleik en gestirnir minnkuðu muninn aftur. Eftir að PAUC skoraði hálfri mínútu fyrir leiks var staðan 32:31 en það var Dagur sem gulltryggði sigurinn með síðasta marki leiksins þegar fimm sekúndur voru eftir.

Góð byrjun þetta hjá Degi.

Leikmenn Montpellier eftir sigurinn í kvöld. Dagur situr á hækjum sínum hægra megin við lukkudýrið. Mynd af X reikningi Montpellier Handball.

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15