Fara í efni
Umræðan

Brenna í friðlandi Óshólma Eyjafjarðarár án heimilda

Það vakti athygli mína þegar ég sá að í fjölmiðlum var sagt frá væntalegri áramótabrennu innan friðlands í Eyjafjarðaráróshólmum. Mér fannst þetta hreinlega óskiljanlegt og að þeir sem hagsmuna áttu að gæta hefðu ekki stöðvað þetta. Það er sérstök nefnd sem hefur umsjón með svæðinu og komst ég að því að ekki var neitt erindi sent til hennar. Jafnframt mátti sjá að í fundargerð í Skiplagsnefnd Eyjafjarðarsveitar var málinu vísað frá og ekki tekin afstaða til málsins. Þegar rýnt var í fundargerðir Heilbrigðsnefndar NA var ekkert starfsleyfi gefið út eins og lög segja til um. Málið barst ekki inn á borð á þeim bænum.

Að Sýslumannsembættið hafi síðan heimilað þessa brennu er því óskiljanlegt og má með sanni segja að það séu alvarleg mistök reynist það rétt. Varla hefðu brennumenn farið í þetta ferðalag án leyfis þaðan. Fyrst væri fróðlegt að heyra þaðan, hvernig og af hverju leyfi var veitt sé það rétt.

Fyrir unnendur náttúru Eyjafjarðar er það óskiljanlegt að áramótabrenna sé skipulögð og framkvæmd á þessu viðkvæma svæðis sem er jafnframt formlegt friðland enda hafa óshólmasvæði sérstaka stöðu í náttúru landsins.

Það væri því fróðlegt að heyra frá þeim sem bera ábyrgð á svona ráðslagi hvernig það má vera að svona gerist. Það verður því að koma í veg fyrir að svona slys endurtaki sig og vonandi sjáum við ekki svona framkomu aftur á þessu svæði. Virðingarleysi fyrir lögum um friðland séu husuð og mistök í umsóknarferli mikil. Óskiljanleg mistök.

Ég mun senda formlegt erindi á Eyjafjarðarsveit og Óshólmanefnd og óska eftir skoðun á þessu máli og leita eftir rannsókn á því hver beri ábyrgð á svona mistökum í stjórnkefinu. Sýslumaður þarf líka að skoða hvernig svona geti gerst.

Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi fulltrúi í Óshólmanefnd

 

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20