Fara í efni
Umræðan

Botninn datt úr leik Þórs og ÍR fór áfram

Brynjar Hólm Grétarsson brýst af krafti í gegnum vörn ÍR-inga í gær og augabragði síðar lá boltinn í markinu. Brynjar var iðnastur Þórsara við kolann - gerði átta mörk í leiknum. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar féllu í gær úr bikarkeppninni í handknattleik, Powerade bikarnum, þegar ÍR-ingar sóttu þá heim í 16-liða úrslitum. Eftir fína frammistöðu þar sem Þórsarar höfðu góða forystu um tíma hrundi leikur þeirra á síðustu 10 mínútunum og gestirnir unnu með sex mark mun – 38:32. 

Lokatölurnar eru í raun með ólíkindum miðað við leikinn í heild.

Þórsarar byrjuðu miklu betur, komust í 5:1 og staðan eftir 10 mín. var 9:4. Þá misstu þeir taktinn um tíma en ÍR-ingar hresstust hins vegar, munurinn minnkaði og var aðeins eitt mark í hálfleik, 17:16.

Heimamenn héldu frumkvæðinu áfram eftir hlé en að því kom að ÍR-ingar jöfnuðu, 24:24, og þeir komust yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar 12 mínúta og hálfri betur var eftir. Þá hallaði undan fæti hjá Þórsurum og á síðustu fimm mínútum datt botninn algjörlega úr leik þeirra. Lokakaflinn hjá Þór einkenndist illu heillu af misheppnuðum sendingum og dauðafærum sem fóru í súginn.

Leikmenn ÍR léku hins vegar við hvern sinn fingur undir lokin, komust sjö mörkum yfir en Þór gerði síðasta markið.

Oddur Gretarsson í dauðafæri og gerir eitt sex marka gegn ÍR í gær.

Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 8, Sigurður Ringsted Sigurðsson 7, Oddur Gretarsson 6, Aron Hólm Kristjánsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Sigurvin Jarl Ármannsson 4, Friðrik Svavarsson 1, Hafþór Már Vignisson

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 11 (22,4%)

Mörk ÍR: Hrannar Ingi Jóhannsson 13, Bernard Kristján Darkoh 8, Róbert Snær Övarsson 4, Sigurvin Jarl Ármannsson 4, Eyþór Ari Waage 4, Jökull Blöndal Björnsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 2, Andri Freyr Ármannsson 1.

Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 8, Ólafur Rafn Gíslason 5 (28,9%)

Sigurður Ringsted Sigurðsson ver skot frá leikmanni ÍR. Kristján Páll Steinsson við öllu búinn í markinu.

Leikskýrslan

OFF – Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. mars 2025 | kl. 20:10

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00