Fara í efni
Umræðan

Bikarliðin mætast í Blue-höllinni í kvöld

Maddie Sutton með boltann í leik liðanna í meistarakeppni KKÍ í lok september þar sem hún sýndi stórkostlega frammistöðu. Mynd: Karfan.is - Gunnar Jónatansson.

Þór og Keflavík mætast í fjórðu umferð efstu deildar kvenna í körfuknattleik, Bónusdeildinni, í Keflavík í kvöld kl. 19:15.

Eftir tvö naum töp í fyrstu tveimur útileikjunum unnu Þórsstelpurnar lið Grindavíkur í fyrsta heimaleik liðsins á leiktíðinni fyrir rúmri viku. Keflavíkurliðið tapaði fyrir Stjörnunni í fyrsta leik, en hefur síðan unnið Njarðvík og Val. 

Það má ef til vill kalla það skemmtilega tilviljun að Þórsliðið mæti Grindvíkingum og svo Keflavík næst á eftir, en þetta eru sömu liðin og Þórsstelpurnar mættu í bikarvikunni í mars þegar þær unnu Grindavík í undanúrslitum en þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap á móti Keflvíkingum í úrslitaleiknum.

Síðasta heimsókn Þórsliðsins í Blue-höllina í Keflavík var ekki síður eftirminnileg en bikarvikan í mars því þar gerðu þær sér lítið fyrir og unnu Keflvíkinga á þeirra heimavelli og hirtu titilinn meistarar meistaranna

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45