Fara í efni
Umræðan

Ásmundur, hættu við að leggja MA niður!

Formaður Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri (MA), og 33 fyrrverandi formenn félagsins, hvetja ráðherra mennta- og barnamála  til að falla frá áformum „um að leggja niður Menntaskólann á Akureyri“ eins og hópurinn kallar fyrirhugaða sameiningu MA og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í grein sem birtist á Vísi í morgun.

Formennirnir gagnrýna ráðherra, Ásmund Einar Daðason, harðlega vegna áforma hans og vinnubragða. Margir brugðust ókvæða við hugmyndum ráðherra eftir að hann kynnti þau á fundi með nemendum skólanna tveggja í Hofi 5. september, eins og Akureyri.net fjallaði ítarlega um á þeim tíma.

„Í seinustu viku átti loksins að fara fram umræða um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi og stóðu mörg í þeirri von að einhver svör myndu fást frá ráðherra um hvort hann ætli að halda áformunum um sameiningu MA og VMA til streitu eða falla frá þeim. Það voru því mikil vonbrigði að umræðunum hafi verið frestað að beiðni ráðherra og áfram ríkir því ærandi þögn um málið af hans hálfu. Þriðjudaginn næstkomandi, 7. nóvember, er þó von á að umræðan eigi sér loks stað,“ segir í grein formannanna.

Efling náms? Nei, sparnaður

„Tilgangur sameiningar er óljós. Ýmist er talað um eflingu náms, líðan barna í skólum eða sparnað. Nú hefur komið í ljós, skv. orðum ráðherra, að aðaltilgangurinn er sparnaður,“ segir í greininni.

„Skýrsla starfshóps ráðherra, sú sem áætlunin er byggð á, er uppfull af rangfærslum og mótsögnum og því ekki hæf til grundvallar umbyltingar á fyrirkomulagi náms ungmenna á Norðurlandi,“ segir þar.

„Fjölmargt sem tínt er til í skýrslu starfshópsins sem rök fyrir sameiningu skólanna á alls ekki við um MA. Má þar nefna að fullyrt er að aðsókn í hefðbundið bóknám fari þverrandi, þegar staðreyndin er sú að aðsókn að MA fer langt fram úr leyfðum nemendafjölda. Einnig er hamrað á að bæta þurfi nám, en nú þegar sýna gögn að nemar MA eru meðal þeirra sem standa sig hvað best í Háskóla Íslands.

MA fékk ekki að fjölga nemendum eftir styttingu námsins líkt og aðrir skólar. Rekstrarörðugleikar MA væru hverfandi, jafnvel engir, ef MA fengi að fullnýta skólann og skólahúsnæðið. Var hér um að ræða eitthvert óhapp í ráðuneytinu við meðhöndlun á brothættu reiknilíkani eða var þetta meðvituð pólitík?“

Smellið hér til að sjá greinina í Vísi

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10