Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Ármann Ketilsson, yfirþjálfari krílahópa hjá fimleikadeild KA, hefur verið valinn þjálfari ársins hjá Fimleikasambandi Íslands.
Á Facebook-síðu fimleikadeildar KA er sagt frá því að þetta hafi verið tilkynnt á uppskeruhátíð FSÍ í gær og Ármann valinn úr hópi tilnefndra þjálfara. Ármann hefur unnið lengi sem yfirþjálfari krílahópa og líklegt að flestallir iðkendur fimleikadeildarinnar hafi byrjað í hópnum hjá Ármanni.