Fara í efni
Umræðan

Andlátið á SAk var ekki vegna Covid-19

Aldraður karlmaður með Covid-19 sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) á laugardaginn lést ekki vegna sjúkdómsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í morgun.

Yfirlýsingin er svolhjóðandi: 

„Tilkynnt var 21. febrúar sl. að sjúklingur hafi látist á SAk vegna Covid-19. Í ljósi skilgreininga á andláti af völdum Covid-19 sem var gefin út af embætti landlæknis 22. febrúar og yfirferð sjúkraskrárgagna í framhaldi af því þá er ekki talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti þessa einstaklings og það eigi því ekki að skilgreina sem andlát vegna faraldursins. Er þetta hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á þessu ásamt því að aðstandendum er vottuð samúð.

F.h. Viðbragðsstjórnar SAk

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga.“

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00