Fara í efni
Umræðan

Aðalskipulag Gleráreyra á leið í kynningu

Myndir úr greinargerð sem fylgdi umsókninni. Á efri myndinni sést neðsti hluti Byggðavegar og í fjölbýlishúsin sem hugmynd er um að byggja sunnan við verslunarmiðstöðina Glerártorg. Gatan Klettaborg til vinstri. Á þeirri neðri sést afstaða fyrirhugaðra bygginga gagnvart suðurhlið verslunarmiðstöðvarinnar. Byggingarnar tvær sem næst eru myndu koma í stað þeirra sem nú eru til staðar, þar sem eru verslun Slippfélagsins og dekkjaverkstæði og þvottastöð Hölds.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti í gær með 11 samhljóða atkvæðum þá skipulagslýsingu sem unnin hafði verið um breytingu á aðalskipulagi fyrir Glerártorg og nánasta umhverfi þar sem svæði sem afmarkast af Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg breytist í miðsvæði með heimild fyrir 100-150 íbúðir. Aðalskipulagsbreytingin fer í framhaldinu í kynningarferli.

Akureyri.net hefur áður fjallað um byggingaráform á svæðinu, en breytingin á aðalskipulaginu er meðal annars til komin vegna þeirra áforma að byggja fjölbýlishús á suðurhluta svæðisins, þar sem stór hluti þess svæðis var þegar skilgreindur sem íbúðarsvæði. 

Hvað er miðsvæði samkvæmt skipulagi? Skilgreining miðsvæðis í skipulagsreglugerð er svohljóðandi:

Svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, svo sem verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga- og gistihús, menningarstofnanir og önnur hreinleg atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis.

Ferlið sem fram undan er felst í kynningu á breyttri skipulagslýsingu í aðalskipulagi samkvæmt lögformlegu ferli og í framhaldinu liggur svo fyrir að breyta þarf deiliskipulagi eða endurskoða það í heild vegna uppbyggingarinnar sem fyrirhuguð er, í samræmi við breytingar á aðalskipulaginu. 

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15