Fara í efni
Umræðan

Vilja hafa göng undir Hörgárbraut á skipulagi

Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir göngum undir Hörgárbraut á þessum stað. Skipulagsráð telur ekki tímabært að taka göngin út af skipulagi eins og tillaga umhverfis- og mannvirkjasviðs gerði ráð fyrir. Myndin er tekin á göngustígnum norðaustan við Hörgárbrautina, neðan við Lyngholt. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Tillaga umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar jöfnunarstoppstöðvar Strætisvagna Akureyrar norðan Borgarbrautar við Glerártorg verður lögð fyrir bæjarstjórn á næstunni, en með breytingu þar sem skipulagsráð vill halda göngum undir Hörgárbraut inni á skipulaginu.

Skipulagsráð fjallaði núna í vikunni um erindi umhverfis- og mannvirkjasviðs bæjarins þar sem óskað var breytingar á deiliskipulagi Glerár, frá stíflu til sjávar þar sem skilgreind er ný jöfnunarstöð ásamt breytingum á stígum, stofnstígum, göngum, brúm og fleiru. Skipulagsráð leggur til smávægilegar breytingar frá því sem sótt var um þar sem ráðið telur ekki tímabært að göng undir Hörgárbraut séu tekin af skipulagsuppdrættinum. 


Myndin sýnir gildandi deiliskipulag fyrir umrætt svæði. Göngubrúin sem þarna er sýnd færist austar, um það bil þar sem bláa strikið er. Rauða strikið sýnir nefndan stað þar sem undirgöng eru í skipulaginu og rauði hringurinn sýnir hvar núverandi biðstöð SVA er staðsett, en umrædd jöfnunarstoppstöð er fyrirhuguð á þeim reit. Skjáskot úr deiliskipulagi. 

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45