Fara í efni
Pistlar

Tveir nemendur VMA urðu Íslandsmeistarar

Óliver Pálmi Ingvarsson sigraði í rafvirkjun, en hann er hér með kennaranum sínum Friðriki Óla Atlasyni og Droplaugu Dagbjartsdóttur sem fékk sérstaka viðurkenningu fyrir forritunarhluta keppninnar í rafvirkjun. Mynd: VMA

Íslandsmótið í iðn- og verkgreinum fór fram í Laugardalshöllinni um nýliðna helgi. Nemendur VMA gerðu góða ferð suður og Óliver Pálmi Ingvarsson sigraði í rafvirkjun og Sindri Skúlason sigraði í rafeindavirkjun. Alls fóru átta nemendur fyrir hönd VMA í keppnina, en í flokki rafeindavirkjunar átti VMA líka silfrið, þar sem Jóhann Ernir Franklín varð í öðru sæti.

Droplaug Dagbjartsdóttir keppti í rafvirkjun og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að bestu frammistöðu í forritunarhluta keppninnar. Keppendur VMA í málmsuðu voru í harðri baráttu um toppsætin, en Jón Steinar Árnason varð þriðji og Steindór Óli Tobiasson hlaut fjórða sætið. Sigursteinn Arngrímsson keppti í húsasmíði og var hársbreidd frá því að ná þriðja sætinu, segir í frétt á heimasíðu VMA um keppnina.

Hrossafóður í morgunmat

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. apríl 2025 | kl. 06:00

Þjálfarinn tæklaður upp í stalla

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. apríl 2025 | kl. 10:00

Snípur í skógi

Sigurður Arnarson skrifar
16. apríl 2025 | kl. 08:45

Hús dagsins: Aðalstræti 66a; Smiðjan

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 20:00

Njóli

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 11:00

Uss í görðum

Jóhann Árelíuz skrifar
13. apríl 2025 | kl. 06:00