Fara í efni
Pistlar

Verkföll boðuð í MA, VMA og Tónlistarskólanum

Verkföll kennara hefjast í fimm framhaldsskólum – þar á meðal bæði Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri – þann 21. febrúar hafi samningar ekki náðst. Sama dag hefst verkfall í Tónlistarskólanum á Akureyri hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.
 
Hinir framhaldsskólarnir sem kennaraverkfallið nær til, ef af verður, eru Borgarholtsskóli í Reykjavík, Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað og Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði og á Patreksfirði.
 
Kjörstjórn Kennarasambandsins kynnti í dag niðurstöður í atkvæðagreiðslum um boðun verkfalla í umræddum skólum.
 

Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta í öllum fimm framhaldsskólunum. Kjörsókn var í öllum tilfellum góð eða á bilinu 88% til 100%. Atkvæðagreiðsla stóð dagana 3.-5. febrúar 2025. Verkföllin verða ótímabundin.

Á vef Kennarasambands Íslands kemur einnig fram að verkfallsaðgerðir félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafi verið samþykktir með öllum greiddum atkvæðum í Tónlistarskólanum á Akureyri og að kjörsókn hafi verið góð, eða 87%. Verkfallið verður tímabundið og stendur frá 21. febrúar og til og með 4. apríl, hafi samningar ekki náðst.

Hrossafóður í morgunmat

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. apríl 2025 | kl. 06:00

Þjálfarinn tæklaður upp í stalla

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. apríl 2025 | kl. 10:00

Snípur í skógi

Sigurður Arnarson skrifar
16. apríl 2025 | kl. 08:45

Hús dagsins: Aðalstræti 66a; Smiðjan

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 20:00

Njóli

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 11:00

Uss í görðum

Jóhann Árelíuz skrifar
13. apríl 2025 | kl. 06:00