Fara í efni
Pistlar

Tim Dalger með 37 stig og Þórsarar unnu aftur

Tim Dalger skilaði 37 stigum og 16 fráköstum í útisigri Þórs í Stykkishólmi í kvöld. Myndin er úr leik Þórs og Sindra fyrr í haust. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Þórs í körfuknattleik vann annan leik sinn í röð í 1. deildinni þegar Þórsarar sóttu lið Snæfells heim í Stykkishólm í kvöld. Tim Dalger skoraði 37 stig og tók 16 fráköst.

Heimamenn í Stykkishólmi höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en leiddu þó ekki nema með þremur stigum í leikhléi, 36-33. Liðin skiptust á að leiða í þriðja leikhluta, en í þeim fjórða sigu Þórsarar fram úr, náðu 11 stiga forystu, en unnu að lokum með þremur stigum, 86-83. Tim Dalger var langatkvæðamestur Þórsara í kvöld, skoraði 37 stig eins og áður sagði, tók 16 fráköst og var með 39 framlagsstig. Hann endaði þó út af með fimm villur og spilaði ekki síðustu 83 sekúndur leiksins. Hjá heimamönnum í Snæfelli var Alex Rafn Guðlaugsson stigahæstur með 20 stig.

Þórsarar eru í 10. sæti deildarinnar með tvo sigra, eins og fimm önnur lið, KV, KFG, Selfoss, Skallagrímur og Fjölnir.

  • Byrjunarlið Þórs: Andri Már Jóhannesson, Andrius Globys, Reynir Barðdal Róbertsson, Tim Dalger og Veigar Örn Svavarsson.
  • Gangur leiksins: Snæfell - Þór (16-13) (20-20) 36-33 (18-26) (29-27) 83-86

Tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Tim Dalger 37 16 - 1 - 39 framlagsstig
  • Reynir Barðdal Róbertsson 19 - 7 - 2 
  • Andrius Globys 9 - 7 - 1
  • Orri Már Svavarsson 8 - 6 - 3 
  • Smári Jónsson 6 - 0 - 1
  • Veigar Örn Svavarsson 5 - 3 - 1
  • Baldur Örn Jóhannesson 2 - 7 - 0
  • Andri Már Jóhannesson 0 - 2 - 0

Sköpun og flæði

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 06:00

Broddgreni

Sigurður Arnarson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 11:30

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Af dægurlagatextum

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 08:00

Lofsöngur verður til

Kristín Þóra Kjartansdóttir skrifar
18. nóvember 2024 | kl. 18:00

Kvöldleikir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. nóvember 2024 | kl. 11:30