Fara í efni
Pistlar

Þór tapaði fyrir Þrótti – Auðunn Ingi slasaðist

Auðunn Ingi Valtýsson markvörður Þórs í leiknum í dag.

Þórsarar töpuðu 1:0 fyrir Þrótti á heimavelli í dag í Lengjudeildinni, næstu efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Auðunn Ingi Valtýsson markvörður Þórs slasaðist seint í leiknum og var fluttur á brott með sjúkrabíl.

Eftir góða frammistöðu Þórsara undanfarið má segja að gestirnir hafi skotið þá niður á jörðina á ný. Heimamenn náðu sér engan vegin á strik og sigur Þróttar var sanngjarn.

Það var Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson sem gerði eina markið í dag á 70. mínútu.

Lítið var eftir af leiknum þegar Auðunn Ingi slasaðist. Þróttarar spyrntu langt frá marki sínu þegar Þórsarar sóttu, Auðunn Ingi fór fram á miðjan eigin vallarhelming og skallaði boltann en einn Þróttarinn sótti að honum og þeir lentu harkalega saman. Þórsarinn fékk höfuðhögg og vankaðist, mönnum leist alls ekki á blikuna og þegar í stað var hringt á sjúkrabíl. Ekki var hreyft við Auðuni fyrr en sjúkraflutningamenn komu á staðinn en svo fór að hann stóð upp og gekk inn í bílinn.

Akureyri.net fékk þær upplýsingar í kvöld að fjögur spor hefðu verið saumuð í andlit Auðuns Inga, hann væri verkjaður en vel áttaður.

Meira síðar

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Þórsararnir Rafael Victor og Birkir Heimisson sækja að Þróttaranum Sigurði Steinari Björnssyni í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Hús dagsins: Litli-Hamar

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
07. september 2024 | kl. 15:15

Sjálfbærni

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
07. september 2024 | kl. 09:00

Hvað er svona merkilegt við það?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
07. september 2024 | kl. 06:00

Samfélagsábyrgð fyrirtækja

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
06. september 2024 | kl. 22:00

Eftir þann fund var ég orðinn KA-maður

Orri Páll Ormarsson skrifar
06. september 2024 | kl. 08:30

Fyrr og nú við vatnsleiðslu

Sigurður Arnarson skrifar
04. september 2024 | kl. 08:50